Örvitinn

Frídagsblaður

Fórum út að borða með vinnunni hennar Gyðu í gærkvöldi - fórum með rútu frá templarahöllinni og ókum á Fjörukrána í hafnafirði. Fengum þar mat og skemmtiatriði í formi söngva og magadansa. Ég hrúgaði í mig áfengi eins og mín er vona og vísa. Fórum aftur í bæinn klukkan eitt og röltum á milli nokkurra staða. Það er sjaldan mikið fjör að fara í bæinn. Þetta var fínt kvöld, áhugavert að hitta vinnufélaga Gyðu. Hitti meðal annars hana Sigrúnu sem sagði mér að hún læsi þessa síðu af og til. Mér þykir alltaf merkilegt að hitta fólk sem les rausið mitt, skrifa kannski meira um það við annað tækifæri. Við eigum það sameiginlegt að lesa dagbókina hennar Önnu reglulega, Sigrún var að benda mér á að lesa Nornirnar, ég hef af og til kíkt á þá síðu - finnst Anna samt skemmtilegri, sérstaklega um þessar mundir, alvöru sápuópera ... og það meina ég á jákvæðan hátt :-)

Er búinn að vera hress í dag, Gyða hefur tekið út þynnkuna fyrir okkur bæði. Stelpurnar gistu hjá foreldrum mínum, við sóttum þær klukkan þrjú og fórum á American Style. Það er afskaplega mikið við hæfi að fá sér hamborgara þar eftir fyllerí.

Ég tók að mér að kaupa kassa af bjór fyrir Henson en við erum að fara að spila á eftir. Fattaði ekki að Ríkið er að sjálfsögðu lokað á frídegi verkamanna. Reddaði bjór eftir öðrum leiðum. Já, Henson er semsagt að fara að spila æfingaleik á gervigrasinu í Laugardal kl. 18.30 - ætlum svo að hafa smá teiti á eftir. Held það stefni í fína mætingu á eftir, við náum a.m.k. pottþétt í lið. Það verður bjór á bekknum fyrir þá sem mæta!

Djöfulsins ofdrykkja er þetta, fyllerí tvö kvöld helgi eftir helgi. þetta gengur náttúrulega ekki mikið lengur, sérstaklega þar sem ekki er hægt að fá Red Bull á þessu skeri.

dagbók
Athugasemdir

Ingi - 02/05/04 08:16 #

Er ekki skýrsla væntanleg um leikinn? Kv. Frá Norge Ingi

Matti Á. - 02/05/04 12:31 #

Skýrslan kemur að lokum. Þetta var hræðilegt!