Örvitinn

Heitar umræður um trúmál

Það mátti búast við heitum umræðum um vantrúargreinina sem ég vísaði á í gær.

Séra Svavar A. Jónsson prestur í Akureyrarkirkju steig svo á svið í nótt og talar um "sorgleg skrif og á lágu plani" og að þarna sé "mannfyrirlitning" á ferðinni. Ég las pistilinn yfir því ég var ekki viss um hvað hann var að meina, er það ekki enn. Merkilegt hvað það er auðvelt að svara með því að saka andstæðinginn um mannfyrirlitningu og hatur.

Séra Skúli skrifar um skírn og skírnarvotta. Þar stefnir í áhugaverða umræðu, sjáum til hvort þær verða heitar :-)

kristni
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 05/05/04 11:58 #

Já, taktu eftir því hvað málflutningur prestanna Skúla og Svavars er ólíkur. Skúli vindur sér beint í að ræða málefnalega það sem til umræðu er, en Svavar notar hina gamalkunnu aðferð að láta sér sárna, gera mönnum upp skoðanir (og innræti) og taka fókusinn af málefnunum.

Það mættu fleiri prestar vera eins og Skúli.

Matti Á. - 05/05/04 12:03 #

Tek undir það.

Skúli er orðinn ansi sjóaður í rökræðum við vantrúaða. Flestir prestarnir virðast aftur má móti ekki vanir að umgangast annað en jámenn, fyrstu viðbrögð (sem ósjaldan eru þau síðustu!) verða því iðulega ansi ofsafengin.

Óli Gneisti - 05/05/04 15:30 #

Það er annað sem gæti komið inn í þetta, Skúli er augljóslega í frjálslyndari kantinum en ég hef Svavar grunaðan um að vera með þeim "svörtu", allavega miðað við greinaskrif hans.