Örvitinn

Sá loks Kill Bill 1

Rétt í þessu lauk ég við að horfa á Kill Bill 1 á DVD, vafalítið einn síðasti íslendingurinn eldri en sextán til að sjá þá mynd.

Ég hafði gaman af myndinni, en drottinn minn dýri, það er ekkert verið að spara blóðið! Hvernig væri að minnka aðeins blóðið og bæta inn smá klámi í staðinn. Úff, hvernig ætli klámmynd í leikstjórn Tarantino yrði? Ætli hún yrði ekki þannig að mér myndi blöskra :-O

Gyða nennti ekki að klára, vantar alla ofbeldisdýrkun í hana!

Spurning hvort maður skellir sér í bíó til að sjá mynd nr. 2, ég veit það ekki.

kvikmyndir
Athugasemdir

JBJ - 08/05/04 09:44 #

Tvö er vissulega þess virði að sjá!

Minna blóð, meiri saga.

Drengurinn er geggjaður sögumaður, snillingur, Shakespeare okkar tíma!

Strumpurinn - 09/05/04 02:23 #

Jamm... KB2 er alveg málið í bíó. Sagan betur útskýrð og mun meiri Tarantino fílingur yfir myndinni.

Kill Bill myndirnar gætu jafnvel verið það besta sem frá Tarantino hefur komið.

Strumpakveðjur :)

Matti Á. - 09/05/04 23:09 #

Ég þarf greinilega að finna einhvern sem nennir með mér á mynd nr. 2 í bíó - ég efast um að Gyða hafi mikinn áhuga.