Örvitinn

Flugvél, túnfífill, prestar í hópefli og samræður á bekk

Tók nokkrar myndir í dag og bætti inn undir ýmislegt í Maí. Byrjaði á því að skoða blómin á Arnarnesinu, flugvélina sem flaug þar yfir og fífilinn við fjöruborðið.

Fórum svo í bæinn og lentum í æstum prestamúg sem kom út úr Dómkirkjunni með miklum látum, við áttum fótum okkar fjör að launa :-P Náði mynd af prestunum þegar þeir fóru saman í hring og öskruðu "berjast, berjast, berjaaast, hallelújah" ... eða ekki :-) Hvað var eiginlega í gangi? (24.05 - 15:50 Þetta var víst Djákna- og prestsvígsla í Dómkirkjunni)


Flugvél flýgur yfir Mávanesið á leið til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Ég sneri myndinni þannig að textinn undir vélinni kæmi rétt út.


Lagðist á grasið og tók mynd af túnfíflum með fjöruborðið í bakgrunni.


Prestar í hópefli!


Menn á bekk. Ég stillti mér ekki upp heldur hélt vélinni með hangandi hendi og tók myndina þegar ég gekk framhjá. Er á báðum áttum með það hvort maður á að taka myndir af fólki og birta án leyfis.

myndir
Athugasemdir

Jóhann Þ - 24/05/04 15:56 #

Þessir síðustu 2 félagar hefðu allaveganna heimtað öl í höfundarlaun

Matti Á. - 25/05/04 11:47 #

Já, þeir voru frekar skrautlegir félagarnir. Ef ég hef fjárhagslegan ávinning af þessari mynd skal ég gæta þess að þeir fái sanngjarnan hlut :-P