Örvitinn

Biðst velvirðingar á úrhellinu

Fyrr í dag var myndarlegt úrhelli í Breiðholtinu og eflaust víðar í Reykjavík. Það sem fáir vita er að þetta var algjörlega mér að kenna!

Ég tók mig nefnilega til og fór að slá blettinn. Skaust í Húsasmiðjuna og keypti 20m rafmagnssnúru á tæpar þúsund krónur, miklu betri díll en hjá Byko. Fór svo heim og setti saman sláttuvél og hóf fjöldamorð á túnfíflum og öðrum óskunda.

Var ekki hálfnaður með blettinn fyrir aftan hús þegar það byrjaði að rigna. Það segir sig sjálft, liggur í augum uppi, er engum blöðum um það að fletta og verður varla deilt um að það fór að rigna einmitt vegna þess að ég fór að slá.

Ef hann hangir þurr fram á kvöld klára ég blettinn um átta, látið ykkur ekki bregða þó það rigni.

Ýmislegt
Athugasemdir

Halldór E. - 06/06/04 10:51 #

Þér væri nær að hætta að tala svona illa um kirkjuna og kristna menn.

:-)