Örvitinn

Gula ógeðið

Það er ekki hægt að einbeita sér að vinnu í svona veðri. Langar í bæinn að fá mér bjór, í sund og liggja í sólinni, heim að klára að slá garðinn og liggja svo í sólbaði.

Í staðin útfæri ég XML skema og viðeigandi klasa í C++.

dagbók
Athugasemdir

JBJ - 21/06/04 11:38 #

Þá er nú eiginlega skárra að vera eins og ég, er í miðri byggingunni ekki með neina útiglugga og lofthiti er um 20 gráður.

Enginn gluggi sem stelur manni og engin sól sem maður gónir á.

jonarnar - 21/06/04 12:10 #

Strákar, skiljið jakkann eftir á stólbakinu, laumist út á inniskónum og hittumst niðrá Austurvelli klukkan eitt. Ég kem með bjórinn!

Matti Á. - 21/06/04 12:17 #

Snilldar hugmynd :-)

En klukkan eitt verð ég staddur á fundi hjá kúnna úti í bæ, enginn bjór - engin sól, bara alltof langt þvaður um allt og aðallega ekki neitt :-|

Eftir þrjá daga verð ég lentur í Forlí, kominn í bílaleigubíl akandi fjallavegi á leið til Montecatini Terme. Ég hugga mig við þá tilhugsun.

JBJ - 21/06/04 13:23 #

Ég tölti í hádeginu út í 10-11 og svo snæddi ég í garði hérna við vinnuna þar sem eru steinbekkir.

Snilld.

Gyða - 21/06/04 14:00 #

ég fór og gekk hægt á fundinn sem ég þurfti að fara á í öðru húsi, var að hugsa um að týnast á leiðinni heim ooo er alltof samviskusöm til að framkvæma svoleiðis :-/

Sirry - 22/06/04 00:19 #

Er rauð eins og epli eftir að hafa verið úti í allan dag fór í sund og borðaði svo ís á austurvelli :C) Geðveikur dagur