Örvitinn

Íran eða Írak á mbl.is

Eftirfarandi er texti fréttar á mbl.is, einhverjir hafa ruglast örlítið þegar fréttinni var snúið yfir á íslensku. Ekki nóg með að sífellt sé ruglast á Íran og Írak heldur er er einhver "sýknaður af ákærðu" eins og ekkert sé sjálfsagðara. "Teherean, höfuðborg Íraks". Hvað er að gerast í höfuðstöðvum Moggans á laugardagskvöldi?

Sýknaður af ákærðu fyrir að myrða blaðakonu í Írak

Dómstóll í Teheran, höfuðborg Íraks, hefur sýknað sakborning sem ákærður var fyrir morð á íransk-kanadískum blaðaljósmyndara. Shirin Ebadi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári, var lögmaður móður ljósmyndarans og sagði hún að málsmeðferðin hefði verið gölluð. Hótaði hún því að fara með málið til alþjóðastofnana ef íraskir dómstólar gerðu ekki skyldu sína og fullnægðu réttlætinu.

Zahra Kazemi lést á meðan hún sat í varðhaldi og var íranskur leyniþjónustumaður ákærður fyrir að hafa valdið dauða hennar. Opinbera fréttastofan IRNA segir að leyniþjónustumaðurinn hafi verið sýknaður vegna skorts á sönnunargögnum. Talið er að þessi niðurstaða muni spilla samskiptum Írans og Kanada.

Kazemi var 54 ára gömul og hafði tvöfalt ríkisfang. Hún lést af völdum heilablæðingar í júlí á síðasta ári og orsakaðist blæðingin af höggi sem hún fékk þegar verið var að yfirheyra hana en hún var handtekin þegar hún var að taka myndir utan við alræmt fangelsi í Teheran.

Ýmislegt
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 25/07/04 01:27 #

Svipaðir hlutir og hjá mörgum öðrum á laugardagskvöldum, dottið rosalega í það. Miðað við það finnst mér mesta mildi að það sé ekki verri fréttaflutningurinn hjá þeim en raun ber vitni. Skál fyrir Mogganum ;)

Óli Gneisti - 25/07/04 15:03 #

Þeir rugluðust nú líka á Írak og Íslandi í gær:

„Þegar síðasta stjórn var við lýði vildi Uday að íþróttamenn sigruðu. Honum líkaði ekki að tapa. Og ef íþróttamennirnir unnu ekki þá var þeim refsað. Hann refsaði einnig þeim sem stóðu að íþróttamönnunum, þjálfurum þeirra og aðstoðarmönnum," sagði Talib Mutan, sem á sæti í ólympíunefnd Íslands. http://mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1094971

Matti Á. - 26/07/04 13:32 #

Ég rak augun einmitt í fyrri villuna líka en fannst nóg komið þegar ég sá síðara tilvikið sem ég bendi á hér að ofan.

Mér hefur alltaf þótt það ágæt regla að þegar maður er að fá sér í glas með vinnufélögum á vinnustað (hefur gerst oftar en einu sinni) sleppi maður því að tékka eitthvað inn, eða í þessu tilviki, birta á vefnum :-)