Örvitinn

jájá, Bushmills

Vorum í þrítugsafmæli hjá Badda í kvöld Mjög huggulegt, ég hefði gjarnan vilja vera lengur en það var ekki hægt. Áróra Ósk og Edda vinkona hennar pössuðu í kvöld og við gátum því ekki hangið langt fram eftir nóttu, sem var skítt þar sem það var nóg eftir af bjór :-P

Fórum á hýra hátíð í dag, höfðum gaman að og áttum góðan dag. Skelli inn myndum á morgun, klúðraði reyndar flestum en get kannski bjargað einhverjum í photoshop.

Mikið er gott viskí gott, er að sötra 10 ára single malt Bushmills, írskt viskí sem Stebbi mágur gaf mér í þrítugsafmælisgjöf. Þarf að versla meira af því síðar. Ætli helsti kostur þessa drykkjar sé ekki sá að ég tími varla að drekka hann, hvað þá að gefa öðrum :-)

dagbók
Athugasemdir

Sirrý - 08/08/04 04:41 #

Já, hefðir átt að vera lengur. Síðustu gestirnir fóru rétt yfir 4 og enn nóg til af bjór. En bollan góða kláraðist fyrr en áætlað var.

Verðum lengur næst.