Örvitinn

Alvöru risotto

Risotto í Volterra, ToskanaNanna vísar á eldri umfjöllun sína um hvernig eigi að gera alvöru risotto. sem ég las samviskusamlega enda áhugamaður um risotto matreiðslu! Ég held ég fari eftir þessu nokkurn vegin, nota reyndar Arborio grjón sem fást í næstu búð og gríp stundum tækifærið og opna hvítvínsflösku til að geta byrjað suðuna með slatta af hvítvíni en ekki soði, restin af flöskunni tæmist svo með matnum. Það er ekkert grín að maður þurfi að standa yfir pönnunni í tuttugu mínútur og hræra.

Risottoið í Toskana og Rimini var ekki alveg eins og það sem ég elda, ég set yfirleitt Parmesan ost út í rétt í lokin og því er mitt klesstara og ekki jafn blautt. Við vorum sammála um það hjónin að okkur þætti mitt betra, þeirra var samt vafalaust alvöru :-)

matur
Athugasemdir

Nanna - 07/09/04 10:46 #

Parmesanosturinn er alvöru líka og ég nota hann oftast. Þetta er eitthvað héraðsbundið held ég, bæði með ostinn, hversu blautt risottoið er og jafnvel hve mikið grjónin eru soðin.

Ég byrja alltaf á hvítvíni líka ef ég á það til.

Matti Á. - 07/09/04 14:29 #

Í Toskana var risottoið blautara en ég á að venjast og eldað minna en ég er vanur. Aldrei var parmesan ostur í því en yfirleitt var hann á borðum.

Í Toskana fékk ég mér tvisvar svepparisotto, einu sinni risotto með saffran og einu sinni sjávarréttarisotto á Rimini í lokin. Tók myndir af öllum réttunum! (og svo gerir fólk bara grín að mér þegar ég tek myndir af matnum :-P )

Á myndinni fyrir ofan er svepparisotto. Hitt sveppariosottóið, risotto með safran, og sjávarréttarisotto.

Risotto með safran er eftirminnilegast enda ólíkast því sem ég hef gert sjálfur. Hef satt að segja aldrei notað safran við matargerð, en það er önnur saga.

Hmm. hvernig væri að hafa risotto með kjúkling í matinn annað kvöld :-)

Gyða - 07/09/04 15:34 #

mér líst alltaf vel á risottó í matinn en af hverju ekki bara í kvöld :)

Matti Á. - 07/09/04 15:36 #

Vegna þess að ég er að fara að spila fótbolta klukkan níu í kvöld og nenni ekki að elda risotto ef ég má varla borða neitt af því ;-)