Örvitinn

Málningarstúss

Skellti mér í ræktina eftir vinnu og fór svo að mála hjá Jónu Dóru og Óttari. Þau fengu afhent í fyrradag og afhenda gömlu íbúðina sína á föstudag. Eru að flytja í Fífusel 35, rétt fyrir ofan mig.

Þau voru búin að pússa og undirbúa í gær, þannig að í kvöld var megnið málað., eitt barnaherbergi eftir sem ekki var hægt að klára þar sem það vantaði hreinan málningarbakka.

Það er ekkert svo leiðinlegt að mála, þetta er eitt af þeim verkum þar sem maður sér árangur strax og slík verk veita oft ákveðna ánægju.

Væntanlega verður svo eitthvað flutningastúss á morgun og/eða hinn.

Endaði kvöldið heima hjá mömmu og pabba, tengdi tölvuna og kom adslinu í gang (stakk snúrum í samband).

dagbók
Athugasemdir

Sirry - 23/09/04 08:47 #

Þá er ég búin að finna einn vanan til að hjálpa okkur að mála :C) Ertu búin að mála baðið hjá ykkur ?

Matti Á. - 23/09/04 09:57 #

Neinei, Gyða ætlar að mála baðið ;-)

Gyða - 23/09/04 10:25 #

ha ég!!! Jæja ég get það alveg sko en vantar spasl fyrst takk.

Matti Á. - 23/09/04 10:29 #

Við fáum sparsl hjá Jónu Dóru og Óttari, þau klára að mála í dag.