Örvitinn

Gifsið af

Ég, Kolla og Inga María hófum daginn á Landspítalanum í Fossvogi til að láta fjarlægja gifsið af Kollu og athuga ástandið.

Þetta var lítið mál, hjúkkan klippti gifsið af og læknir skoðaði hana. Hendin er í fínu lagi, Kolla hefur þó ekki alveg sama sveigjanleika/hreyfigetu í vinstri hendi og hægri. Má hamast og leika sér, við eigum ekkert að stressa okkur á þessu. Bara fylgjast með hendinni og sjá hvort hún nær ekki sömu hreyfingum með vinstri á næstu sex vikum.

Þurftum sem betur fer ekki að vera lengi og stelpurnar voru því hressar þar til við komum á leikskólann. Þegar þangað var komið fór Inga María að tala um það annan daginn í röð að hana langaði ekki á leikskólann. Tók smá tíma að koma henni inn, var með hana í fanginu og reyndi að tala hana til. Alltaf leiðinlegt þegar svona gerist, er reyndar mjög sjaldgæft með stelpurnar. Við höldum að þetta tengist því annað hvort að hún var veik í síðustu viku og því heima alla vikuna eða að nú eru margir litlir krakkar í aðlögun, væntanlega vælandi daginn út og inn.

fjölskyldan