Örvitinn

Unnið fram á kvöld

Ég var eiginlega búinn að gleyma því hvernig það er að vinna langt fram á kvöld. Það er nefnilega ekkert sérstakt.

Dagurinn var ágætur, mætti rétt rúmlega eitt í vinnuna. Fór á fund klukkan tvö en villtist á leiðinni. Byrjaði á því að taka leigubíl í höfuðstöðvar KB banka í Borgartúni en komst þá að því að fundurinn var í Ármúlanum. Tók í spaðann á Frosta úr Verzló í höfuðstöðvunum, þar vinna menn eins og síld í tunnu á viðskiptaborðinu, skil ekki pælinguna á bak við það. Tók annan leigubíl í Ármúlann og var mættur korteri of seint. Fundurinn gekk vel enda bara tölvumenn að setja saman XML skemu.

Kom til baka klukkan fjögur og þá var allt í hers höndum. Tja, kannski ekki alveg, en það voru nokkur tilvik sem ég þurfti að sinna. Meðal annars eitt sem snerist um backslash \ sem átti að vera slash /. Ég er nokkuð viss um að hann sagði backslash við mig :-) Þetta ætti að vera komið í lag núna.

dagbók
Athugasemdir

Tyrkinn - 08/10/04 11:18 #

....ertu þá að vinna með Agli Pálssyni, a.k.a. Drykkjumanninum?

Matti Á. - 08/10/04 11:21 #

Neibb, er hann í KB banka? Ég er nefnilega í Landsbankanum :-) Þetta var með öðrum orðum sambankfundur, tölvumenn úr öllum bönkum að vinna saman :-O