Örvitinn

Sorglega lagið

Rakst á vísun á myndband með þessu lagi á Metafilter. Myndbandið er merkilegt fyrir þær sakir að það er tekið upp á stafræna myndavél, klippt saman úr 15 sekúndna bútum. Það er varla nokkur leið að skoða myndbandið eins og er, mikið álag á servernum sem hýsir það. Ég myndi setja það hér tímabundið ef ég fyndi .mov skrána, en hef ekki grun hvar quicktime/firefox vistar skrána, ef það er gert á annað borð. Ég mæli með því að þið tékkið á því, rosalega flott.

Lagið er magnað, minnir mig á Sigurrós og jafnvel Ave Maria.

Getið sótt lagið að utan á þessari síðu eða smellt á vísunina hér fyrir neðan.

Fredo Viola - The Sad Song ~9MB

búinn að fjarlægja skrána, sækið lagið bara að utan !

lag dagsins
Athugasemdir

Bjarni Örn - 14/10/04 11:19 #

Ég hlustaði á þetta lag og fannst það frekar slappt. Ákvað að hlusta á það einu sinni enn....og þá small það. Helvíti fínt lag!

Már - 14/10/04 11:23 #

Sama hér :-)

Matti Á. - 14/10/04 11:25 #

Ég féll fyrir laginu við fyrstu hlustun, sem er óvenjulegt fyrir mig. Var reyndar að horfa á myndbandið sem hafði kannski einhver áhrif, finnst það algjör snilld. Sérstaklega í því ljósi hvernig það er gert.