Örvitinn

Sumarbústaðaferð

Fórum í bústað með Badda, Sirrý, Einari og Evu um helgina. Skyldum börnin eftir í pössun og helltum í okkur áfengi í bullandi kæruleysi upp í sveit.

Notuðum heita pottinn afskaplega vel, lágum í honum fram undir morgun í tvígang og horfðum á stjörnunar og kepptumst um að sjá stjörnuhrap.

Magnað hvað himininn opnast þegar komið er út fyrir borgarmörkin. Ég gæti glápt á stjörnunar tímunum saman, ef ég væri drukkinn það er að segja.

Átum, drukkum, spiluðum. Horfði á fótbolta og sötraði bjór, afskaplega ánægjulegur leikur.

Ég tók að sjálfsögðu myndir og svo voru aðrir eitthvað að stelast í myndavélina mína líka. Henti inn nokkrum sómasamlegum myndum, bæti eflaust fleiri inn síðar en margar verða aldrei settar á netið eða sýndar opinberlega, held ég. Prófaði að taka stjörnumyndir, setti myndavélina á þrífót og tók myndir á 30 sekúndum, náði þokkalegum myndum þannig. Myndin hér fyrir ofan er tekin á þann hátt ,en auk þess að hafa ljósopið opið í 30 sekúndur skaut flassið í lokin, svona til að ná okkur í pottinum líka á myndina.

dagbók
Athugasemdir

Sirrý - 25/10/04 14:44 #

Takk fyrir helgina hún var góð. Margar góðar myndir finnst nú samt vanta myndir af rannsóknini sem var gerð ;C) Endilega skelltu inn fleiri myndum en án mín samt takk