Örvitinn

Úr mér blása vindar

Eitthvað undarlegt að gerast í maganum á mér, rokrassgat væri ágætt orð um sitjandann þessa stundina. Sniðugt þetta opna vinnurými!

Liverpool mætir Deportivo í kvöld. Ég hef voðalega lítið spáð í leiknum, var of mikið að pæla í kosningunum. Drullusvekktur þó Erna segi að þetta sé ekki búið, ég held þetta sé búið.

Hef engar væntingar fyrir kvöldið, Deportivo hafa ekki vera að gera merkilega hluti á þessu tímabili og voru heppnir að steinliggja ekki á Anfield um daginn. Munu væntanlega ekki liggja til baka í leiknum í kvöld og þá getur allt gerst. Auðvitað er slæmt að missa Cisse en vonandi mæta menn með réttu hugarfari. Ætli Baros setji ekki bara þrennu.

Spilaði fótbolta í Garðabænum í gærkvöldi. Fínar aðstæður. Mættum reyndar ekki nema níu á æfingu en buðum strákum sem voru að spila á gamla gervigrasinu að vera með okkur. Tókum því þokkalega æfingu, níu á móti tíu á hálfum velli. Fínn bolti. Í kvöld er það svo bolti í Fífunni. Merkilegt annars hvað það er gaman að spila fótbolta, er alltaf jafn hissa þegar maður þarf að draga menn í boltann. Það þarf mikið að gerast til að ég sleppi bolta.

En það gerist væntanlega næsta laugardag.

dagbók
Athugasemdir

Ragnar - 03/11/04 16:03 #

Fyndið - Davíð Oddsson (notice: EKKI forsætisráðherra) er búinn að óska Bush til hamingju.. samt er ekki einu sinni FoxNews búin að ákveða að Bush sé búinn að vinna... Alltaf jafn athyglisvert að fylgjast með Davíð að störfum.