Örvitinn

Lasagna

Fjölmargir lesendur* hafa haft samband við mig og beðið um fleiri uppskriftir. Mér er ljúft að verða við þeirri ósk og ætla því að segja frá því hvernig ég geri Lasagna. Það sem ég geri líkist ekki því sem maður fær á veitingastöðum eða mötuneyti vinnustaða.

Hráefni

Aðferð

Saxið lauk og sneiðið hvítlauk. Steikið í olíu. Bætið sveppum og grænmeti út í og að lokum tómötum og tómatpúrru.

Steikið bacon og nautahakk á annarri pönnu, hallið pönnunni og fjarlægið mestu fituna. Þegar nautahakkið er vel steikt, bætið þessu út á pönnuna með sósunni og blandið saman. Látið þetta malla rólega meðan ostasósan er búin til. Setjið ferska basiliku út í sósuna að lokum.

Það er mjög einfalt að gera ostasósu, ég hóa bara í konuna sem mætir á svæðið og hrærir saman smjörlíki (ég veit ekki af hverju ekki smjör), osti og hveiti. Ég hef aldrei séð um þennan hlut lasagna gerðar á okkar heimili :-)

Hvað um það, um leið og konan (eða karlinn) er búinn að gera ostasósu er kominn tími til að raða saman lasagna.

Ég vil ekki hafa hlutfallslega mikið af lasagna plötum í mínu lasagna, þannig að ég læt einn pakka af fersku lasagna duga. þess vegna byrja ég á ostasósu og kjötsósu og set svo lasagna blöð, næ kannski þremur svona lögum. Efst er svo ostasósa, kjötsósa og slatti af rifnum osti. Passið að efsta lagið þekji alveg lasagna plöturnar.

Þessu hendir maður svo í ofn við 200° í svona hálftíma, eða þar til osturinn er fallega brúnn. Gott er að hafa ofnskúffu undir ef það skyldi flæða upp úr, en sú er oftast raunin hjá mér.

Gott að bera fram með heitu hvítlauksbrauði og fersku salati.

* Réttara sagt: enginn

matur
Athugasemdir

Gyða - 30/11/04 09:42 #

Ostasósan

slatti af smjörlíki 50-100 gr eftir því hvað maður vill hafa mikla ostasósu.

hveiti til að búa til að hræra við smjörlíkið þangað til það myndar köku.

Byrjunin er sem sagt alveg eins og allar aðrar sósur :-)

Bæta svo mjólk út í í litlum skömtum og hræra vel svo það myndist ekki kekkir. Þegar sósan er orðin heldur þunn af mjólkinni þá bæti ég rifnum osti út í. Ríf hann venjulega beint út í svo veit ekki hversu mikið ég nota!! En læt hann svo bráðna og þá er sósan tilbúin. Ekki flókið :-)

ónei verð ég nú alveg óþörf í eldhúsinu þar sem að þetta er það eina sem er mitt þar :-Þ