Örvitinn

Bíllæsing og (sjónvarps)sendar

Lenti í því fyrir löngu, þegar ég var að sækja Pizzu á Dómínos í Lóuhólum, að fjarlæsingin á bílnum virkaði ekki. Ég gekk að bílnum og ýtti hvað eftir annað á takkann en ekkert gerðist fyrr en ég var komin alveg upp að honum.

Hélt að batteríið væri búið en svo var ekki, því læsingin virkaði fullomlega þegar heim var komið og eftir þetta. Tók svo eftir því næst þegar ég sótti pizzu eða kíkti í Nóatún að læsingin virkaði alls ekki á þessu tiltekna bílastæði.

Hjó eftir því að á blokk sem gnæfir yfir eru sendar, væntanlega sjónvarps- eða símaendurvarp, dró þá ályktun að þeir hefðu eitthvað með þetta að gera.

Í gærkvöldi var ég í boði í Þjóðskjalasafni. Fjarstýringin hegðaði sér eins, ver ef eitthvað, og ég þurfti að opna með lyklingum en ekki fjarstýringunni (gasp).

Ofan a stóru hvítu blokkini við hlið Þjóðskjalasafns eru svipaðir sendar og við Lóuhóla.

Mér þykir því sennilegt að þessir sendar trufli fjarstýringuna á bílnum mínum. Get ég ekki farið í mál við einhvern :-P

tækni
Athugasemdir

Óli Gneisti - 13/12/04 14:57 #

Ég var að koma úr prófi þar sem Þjóðskjalasafn kom mikið við sögu. Ég bara þurfti að koma þessu að.

Matti Á. - 13/12/04 15:02 #

En fjarstýringar og sjónvarpssendar - kom það ekkert við sögu :-P

Jon Arnar - 14/12/04 15:51 #

ég var einmitt á námskeiði fyrir radíó amatöra um daginn, þar sem kennarinn talaði um að smátæki eins og bílafarlæsingar virka á tíðnisviði sem er frátekið fyrir radíósendingar, c.a. 450MHz að mig minnir. Hann kom einmitt með dæmi, þar sem að útvarpssendir gat yfirgnæft fjarstýringar á nokkuð stóru svæði, t.d. öllum bílastæðum Kringlunar, og að menn væru bara í fullum rétti til að gera það..

Matti Á. - 14/12/04 18:09 #

Eru þetta þá útvarpssendar ofan á blokkum hér og þar um borgina eða kannski bara sitt af hverju?