Örvitinn

Í tollafgreiðslunni

Drullaði mér loks í tollinn áðan til að ganga frá þessu máli. Bjó mig undir heljar vesen og mikla ráðstefnu, langa biðröð og rökræður um endurgreiðslu. Var að peppa mig í að krefjast þess að fá gjaldið sem þeir taka fyrir að reikna toll og vask endurgreitt, þar sem það var að vitlaust reiknað.

Sárafá laus bílastæði fyrir utan, ég fékk þó stæði við innganginn - beið eftir náunga sem var að yfirgefa svæðið. Gerði ráð fyrir langri röð inni útaf stæðaskorti.

Biðröðin var engin, afgreiðslan gekk fljótt fyrir sig og ég var komin út fimm mínútum eftir að ég ráfaði inn. Fæ endurgreitt á reikninginn minn bráðlega, þarf að muna að fylgjast með því. Það var víst einhver stúlka, nýbyrjuð í starfi, sem klúðraði þessu svona illilega. Misskildi eitthvað og reiknaði á vitlausu gengi í heilan dag. Ég krafðist einskis, gott viðmót virkar!

Hugsanlegt að rokkblaðamaðurinn hafi verið á undan mér, sá ekki almennilega framan í skeggjaða náungann.

dagbók