Örvitinn

Mannfyrirlitning og flugvallasjoppubókmenntir Ólafs Tryggva

Ólafur Tryggvi kommentaði hjá Carlos í gær. Hann gerir þetta stundum, hoppar inn í umræður - vælir yfir okkur Vantrúarsinnum og lætur sig svo hverfa. Ætli það mætti ekki kalla hann skjaldsvein þeirra annálaritara - Binni myndi líklega nota það orðalag.

Það er alveg sama hvað þið vitnið í margar pocket-bækur keyptar í einhverjum flugvallarsjobbum máli ykkar til stuðnings þá hefur málflutningurinn ekkert með vísindi að gera. Ég álít, líkt og flestir, að vantru.net túlki ekki staðreyndir af neinni skynsemi. Það eina sem þar er að finna eru hugarórar ofstækisfulls sértrúar/bókstafstrúarhóps. Líkt og hjá öðrum bókstafstrúarhópum eru hugmyndirnar stórhættulegar og fullar af mannfyrirlitningu.

Lítum hjá því að hann kann ekki að stafa sjoppa, slíkt stafarugl er algengt og engin ástæða til að einblína á það - a.m.k. höfum við Vantrúarsinnar reynt að líta framhjá slíkum smámunum og ég hef skilning á því að menn geri klaufavillur í athugasemdum. En það er svo margt undarlegt í þessari athugasemd Ólafs Tryggva - jafnvel heimskulegt. Hvaða pocket-bækur er hann að tala um? Ég pantaði mér t.d. bækur um daginn og var að lesa þessa áður en ég fór að sofa í gærkvöldi. Þessa las ég um daginn, hún er víða notuð sem kennslubók.

Hvað er maðurinn þá að tala um? Auðvitað er þetta rosalega þægilegt - hægt að afgreiða bækur eftir Dawkins, Shermer, Dennet og fleiri sem sjoppubókmenntir - jafnvel þó þessar bækur séu fullar af tilvísunum í fræðiverk og þyki bera af á mörgum sviðum - þessir menn séu virtir fræðimenn og svo framvegis. Jú, þar sem þessar bækur eru skrifaðar fyrir almenning eru þetta náttúrulega sjoppubókmenntir. Alvöru bókmenntir eru torlæsar og það þarf gráðu í Guðfræði til að geta komist að kjarna málsins - sem er sá að Guð er til - sama hvað tautar og raular.

Það væri ákaflega fróðlegt ef Ólafur Tryggvi gæti nefnt dæmi um flugvallasjoppubókmenntir sem við Vantrúaðir vitnum í - bækur sem væntanlega er búið að sýna fram á að eru handónýtar.

Auðvitað fyrirlítur Ólafur Tryggvi bækur sem ekki henta lífsskoðun hans - hann brennir þær í huga sér - þetta eru sjoppubókmenntir - í þeim er ekkert gagnlegt. "Sannleikurinn er ekki í bókum, ekki einu sinni góðum bókum" tautar Ólafur Tryggvi eflaust við hvert tækifæri.

Ólafur Tryggvi álítur að Vantrú "túlki ekki staðreyndir af neinni skynsemi". Mikið er gott að geta hent fram svona skotum án þess að þurfa að nefna dæmi - enda trúarnöttarinn Ólafur Tryggvi yfir það hafinn að færa rök fyrir máli sínu - rök eru líka leiðinleg og eflaust bara til í sjoppubókmenntum.

En Ólafur Tryggvi er ekki hættur

"Það eina sem þar er að finna eru hugarórar ofstækisfulls sértrúar/bókstafstrúarhóps."

Hugarórar. Það er ekki annað. Þetta lið sem ekki er tilbúið að samþykkja hindurvitni er greinilega uppfullt af hugarórum. Ekki sá sem trúir því sem ekki er hægt að sýna fram á að sé raunverulegt - nei, heldur hinn sem ekki trúir því - sá sem vill sannanir og rök, hann þjáist af hugarórum. Ákaflega áhugavert.

Áfram heldur hann:

Líkt og hjá öðrum bókstafstrúarhópum eru hugmyndirnar stórhættulegar og fullar af mannfyrirlitningu.

Þarna er Ólafur Tryggvi einfaldlega að ljúga, eina mannfyrirlitningin - hatrið sem hér er að finna er hatur Ólafs Tryggva í garð trúleysingja. Fyrir fimm hundruð árum hefði Ólafur Tryggvi látið henda okkur á bálið..

efahyggja
Athugasemdir

Óli Gneisti - 06/01/05 11:27 #

Eg held ad vid verdum ad jata ad vid notum stundum flugvallasjoppubokmenntir i greinarskrifum okkar, allavega fann eg A Brief History of Time a Arlanda og vid höfum vitnad i hana ef eg man rett.

Matti Á. - 06/01/05 11:33 #

Já, það eru oft ansi góðar bókabúðir á flugvöllum.

Spurningin er því væntanlega, hvað nákvæmlega er athugavert við flugvallasjoppubókmenntir ? :-)

Ekki kæmi mér á óvart ef hægt er að kaupa Biblíuna á einhverjum flugvöllum!

Matti Á. - 06/01/05 13:42 #

Ólafur Tryggvi heldur áfram að kommenta í þessari færslu.

Ég er búinn að fá nóg og sagði það sem ég er að hugsa.

Athugasemdir þínar síðustu daga eru þér til minnkunar Ólafur Tryggvi, ég hélt það ekki áður en nú er ég sannfærður um að þú sért bæði illa gefinn og illa innrættur.