Örvitinn

Skræpótti fuglinn

Það var ljóst að þetta var ekki góð hugmynd. Honum hafði lengi langað að breyta til, skipta um stíl. Þetta virtist svo skynsamlegt í gærkvöldi þegar hann fékk hugmyndina - þetta gat ekki klikkað.

það tók þá smá stund, en þeir vissu að hann var öðruvísi

En þegar á hólminn var kominn langaði hann ekkert meir en að falla inn í hópinn. "Hvað hef ég gert" hugsaði hann, stóð grafkyrr og reyndi að vekja ekki á sér athygli.

skræótti fuglinn átti aldrei séns

En það var borin von, hópurinn þoldi þetta ekki, hrakti hann út í horn og reif í sig..

"Hann var vítamínbættur" öskraði móðir hans þegar hún fékk fréttirnar, vítamínbættur.

(jújú, eflaust er ég að fara yfirum. Kannski vegna þess að ég drekk of mikið sódavatn.)

Ýmislegt
Athugasemdir

Íris - 11/01/05 23:36 #

Úff, ég veit eiginlega ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir þessu... Þú varst kannski bara á geðdeildinni í dag, en ekki heima hjá Ingu Maríu ;) ...eða kannski ekki, þeir hefðu trúlega ekki sleppt þér út strax aftur :P

Matti Á. - 12/01/05 00:29 #

Hey, þetta var skrifað í gær (fyrradag, tæknilega séð) og er að mínu mati mögnuð tilvísun í bókina Skræpótti fuglinn eftir Jerzy Kosinski :-P

Regin - 12/01/05 13:15 #

Ég kveikti undir eins.

Íris - 12/01/05 15:23 #

.. auðvitað kveiktir þú strax, trúlega sami nördinn og Matti, hver í ósköpunum ( nema svona nördar ) nennir að lesa bók með svona óspennandi nafni :Þ .. mundi ekki einu sinni opna hana.. hvað þá lesa, nóg annað hægt að gera til að drepa tímann :)

Matti Á. - 12/01/05 15:49 #

Það má reyndar færa rök fyrir því að þessi "vísun" hafi verið afar augljós þar sem ég notaði titil bókarinnar. Hefði átt að nota Skræpótta flaskan en hafði bara of lítið álit á lesendum :-P