Örvitinn

Þrífótur

Bóndadagsgjöfin til mín var kaupheimild fyrir myndavéladót. Skaust í dag og keypti þrífót í Beco á Langholtsvegi.

Fékk ágætan Manfrotto þrífót og haus á fínu verði. Er náttúrulega ekki að spandera einhverjum rosa pening í þetta. Hægt að eyða endalausum pening í þetta ef viljinn er fyrir hendi. Ég þarf ekki léttasta þrífótinn sem hægt er að fá eða bestu græjurnar, jafnvel þó Thom Hogan segi að maður eigi alls ekki að spara þegar maður kaupir sér þrífót.

Var með þrífót í láni um daginn en neyddist til að skila honum - fann þá að ég þurfti að eignast slíka græju.

græjur
Athugasemdir

tyrkinn - 24/01/05 16:29 #

Þrífótur er algjört möst, góður þrífótur er ekki síður málið en dýrar linsur við margar aðstæður. Tyrkinn á manfrotto þrífót og haus (heavy ball) og er mjög sáttur. Fínar myndir hjá þér