Örvitinn

Bæn vikunnar

Björn Ingvarsson: Bæn vikunnar

Eftir að elsta stelpan byrjaði í grunnskóla, hefur hún fengið svona A4 blað með sér heim í hverri viku sem inniheldur áætlun kennslukonunnar fyrir næst viku. Það er örugglega sniðugt fyrirkomulag, gefur manni tækifæri á því að vera með á nótunum hvað varðar hennar nám og svona.

Það sem hinsvegar kemur mér undarlega fyrir sjónir er sú staðreynd, að um 15% af þessu A4 blaði skuli vera lagt undir lið sem kallast bæn vikunnar.

Reglulega heyri ég eitthvað nýtt og hugsa: "Ástandið er verra en ég hélt".

kristni
Athugasemdir

Gulla - 05/02/05 15:02 #

Já, alltaf sér maður eitthvað nýtt. Í dag kíkti ég inn á síðu Húnaþings vestra og langaði að sjá hvað væri nýtt að frétta af leikskólanum Ásgarði þar sem ég var að vinna '98-'01. Þar neðarlega á síðunni blasti við mér tengill sem kallast Kirkjuskólaheimsóknir í leikskóla. Við nánari skoðun sést að Guðni Þór (sem er prestur á Melstað), kemur í heimsókn í leikskólann á hverjum þriðjudegi!! Áður var þetta nú bara einu sinni á önn eða svo sem presturinn fékk að sinna "kristilegu uppeldi" (les. trúboði) inni í leikskólanum (og því miður hefur sá háttur verið hafður á í meirihluta þeirra leikskóla sem ég hef unnið í) en þarna finnst mér farið langt yfir strikið. Mér þykir tímabært að FÍ, FG, fulltrúar sveitarfélaganna og foreldrar fari markvisst að skoða hvernig kristniboði er háttað leik- og grunnskólum landsins og móta sér starfsreglur þar að lútandi.

Matti Á. - 07/02/05 11:26 #

Þjóðkirkjumenn vilja sumir meina að þetta tilfelli með leikskólaprestinn "minn" sé undantekning en ég hef áhyggjur af því að þetta muni aukast - prestar ræði þetta sín á milli og fari að fordæmi hans.