Örvitinn

Svarthvítt

kolla_sh_t.jpg Var að prófa að gera mynd svarthvíta eftir leiðbeiningum sem póstað var á ljósmyndakeppni.is. Var með þessa mynd í vinnutölvunni og prófaði að fikta í henni. Smellið á myndina til að sjá stærra eintak í popup glugga.

Hef lítið gert af því að gera myndir svarthvítar, á dálítið erfitt með að dæma þennan viðsnúning en maður prófar sig áfram. Hér er sama mynd breytt með desaturation. Er einhver munur á þessu? Tja, ekkert rosalega mikill.

Gaman að læra ný trix í Photoshop, alt-levels brellan er t.d. mögnuð !

myndir
Athugasemdir

Binni - 10/02/05 10:17 #

Já, það verður að segjast eins og er, þú ert góður ljósmyndari. Og já, Fótósjoppan er snilld!

Tyrkinn - 10/02/05 11:10 #

Flott svarthvítun, reyndar er ekki mikill munur í þessu dæmi, mundi prufa aðra mynd með ólíkum litum til að sjá meiri breytingu.

Ertu með login á ljósmyndakeppni.is?

Matti Á. - 10/02/05 11:26 #

Þakka hrósið Binni.

Já, þetta var kannski ekki besta myndin í svona tilraunir - en með því skárra sem ég var með hér í vinnunni.

Er með login [Matti Á.] á ljósmyndakeppni.is og les reglulega - hef þó ekki póstað, gefið einkunnir eða sent inn myndir, en það kemur að því.

Tyrkinn - 10/02/05 11:32 #

Endilega að taka þátt í rausinu, alltaf sama liðið að rausa, þarf fleirri raddir þarna inn. Endilega að taka þátt í keppnunum líka, maður lærir heilmikið á því.

(Tyrkinn fór í ferð með þessu liði á moggann í gær, fín ferð og mikill lærdómur um ljósmyndun)

Fín myndin þín, var ekki að setja út á hana, átti bara við að í þessu tilviki sést ekki mikill munur á desaturation og digidaan svarthvítun.

Matti Á. - 10/02/05 12:02 #

Jamm, ég þarf að prófa mig áfram með svarthvítun. Mér finnst ekki augljóst hvort það passar að gera mynd svarthvíta eða ekki, maður lærir á þetta eins og svo margt annað.

Ég fer að taka þátt á ljósmyndun.is, ætlaði að taka þátt í lífsgleðis keppninni en var ekki nógu ánægður með myndirnar mínar - sé svo eftirá að þær eru í góðu meðallagi borið saman við það sem sent var inn.

Hefði annars viljað senda þessa inn í þá keppni - en hún er náttúrulega gömul. Tilraunir til að endurgera hana gengu brösulega [a,b] :-)