Örvitinn

Slökkvið á popptíví

Þar sem ég er veikur hef ég haft kveikt á popptíví meira en góðu hófi gegnir. Stundum kemur ágæt tónlist á þeirri stöð en megnið af því sem þeir bjóða upp á er drasl. Það kemur fyrir að ég skipti yfir á Skjá1, þar eru líka tónlistarmyndbönd en einnig meira um auglýsingar. Merkilegt hvað maður sér sömu lögin oft á stuttum tíma. Linkin Park með einhverjum rappara, destinys child með nýtt lag og fleira álíka merkilegt.

Dead Kennedys sungu til höfuðs MTV sjónvarpsstöðinni á sínum tíma í laginu MTV-Get off the air sem kom út á plötunni Frankenchrist, þar er ekkert verið að spara stóru orðin og réttilega sagt að MTV hefur heilaþvegið og troðið drasl tónlist inn á kynslóðir ungmenna. Lagið er ákaflega kaflaskipt, pönkið byrjar eftir "this is the future of rock and roll" og textinn er magnaður, mæli með að hann sé lesinn við hlustun.

Tin-eared
Graph-paper brained accountants
Instead of music fans
Call all the shots at giant record companies now

Fun Fun Fun in the fluffy chair
Flame up the herb
Woof down the beer
[click!]
Hi
I'm your video DJ
I always talk like I'm wigged out on quaaludes
I wear a satin baseball jacket everywhere I go

My job is to help destroy
What's left of your imagination
By feeding you endless doses
Of sugar-coated mindless garbage

So don't create
Be sedate
Be a vegetable at home
And thwack on that dial
If we have our way even you will believe
This is the future of rock and roll

How far will you go
How low will you stoop
To tranquilize our minds with your sugar-coated swill

You've turned rock and roll rebellion
Into Pat Boone sedation
Making sure nothing's left to the imagination

M.T.V. Get off the
M.T.V. Get off the
M.T.V. Get off the air
Get off the air

See the latest rejects from the muppet show
Wag their tits and their dicks
As they lip-synch on screen
There's something I don't like
About a band who always smiles
Another tax write-off
For some schmuck who doesn't care
M.T.V. Get off the air

And so it was
Our beloved corporate gods
Claimed they created rock video
Allowing it to sink as low in one year
As commercial TV has in 25
"It's the new frontier," they say
It's wide open, anything can happen
But you've got a lot of nerve
To call yourself a pioneer
When you're too god-damn conservative
To take real chances.

Tin-eared
Graph-paper brained accountants
Instead of music fans
Call all the shots at giant record companies now

The lowest common denominator rules
Forget honesty
Forget creativity
The dumbest buy the mostest
That's the name of the game

But sales are slumping
And no one will say why
Could it be they put out one too many lousy records?!?

M.T.V.-Get off the air!
NOW

lag dagsins
Athugasemdir

Einar Örn - 16/02/05 21:59 #

"með einhverjum rappara"

Þú ert að tala um Jay-Z, sem er fokking snillingur. :-) Ég átta mig ekki almennilega hvað hann er að gera með þessum haugum í Linkin Park.

Þú ættir að gefa honum sjens :-)

Matti Á. - 16/02/05 22:03 #

Ég gaf The Streets séns eftir oflof þitt, sé ekkert eftir því en er það ekki nóg af rappi :-)

En drottinn minn, þetta myndband er ofspilað!

Einar Örn - 16/02/05 22:32 #

Var það eitthvað oflof? ;-)

En ef þú þráir meira rapp, þá mæli ég með ungplugged með Jay-Z fyrir byrjendur. Frábær plata, þar sem hann rappar með The Roots.

Ég er reyndar kominn af þeirri skoðun að sumt fólk fíli rapp og sumt fólk fíli rokk. Ég held að fólk fíli almennt séð góða tónlist, sama úr hvaða kategoríu hún kemur. Þannig að ef fólk gleymir fordómunum þá geti það fílað rapp, kántrí og allt annað. Ég tala sko af reynslu. Hef sjálfur losnað við mikla fordóma gagnvart rappi, kántrí, Dylan og fleiru.

Ósk - 16/02/05 22:38 #

Það versta við PoppTíví er einmitt hvað playlistinn þeirra er fáránlega stuttur. Ég hef lent í því nokkrum sinnum að sama lagið kemur tvisvar á meðan ég er að rækta mig. Þetta gerir það að verkum að ég læri texta við viðbjóðsleg blöðrupoppslög, sem getur ekki verið hollt.

Matti Á. - 16/02/05 23:10 #

Akkúrat, ég var farinn að raula með Linkin Park og Jay-Z eftir tveggja sólahringa heilaþvott - vafalítið búinn að sjá myndbandið tíu-fimmtán sinnum.

Slökkti á tækinu þegar ég rankaði við mér.