Örvitinn

Vinna, Debian og FreeBSD

Er í vinnunni, ætla ekkert að vera mjög lengi enda innibolti klukkan fimm. Heilsan er góð þannig að ég skelli mér í boltann.

Fékk gamla vél í vinnunni í gær fyrir lítinn pening, p3 800, 384MB, 10GB. Ætla að setja upp server og hýsa þennan vef og þann vantrúaða - Netfirms eru ekki að gera góða hluti. Dundaði mér við að setja vélina upp í gær. Rembdist við að setja FreeBSD á hana en það gekk ekki, install stoppaði útaf minnisvillu (realloc). Ég prófaði báða dimmana staka en það breytti engu.

Prófaði að setja Debian Linux dreifinguna upp og það gekk vel. Er að spá í að setja nýjan harðan disk í vélina og gera aðra tilraun til að setja FreeBSD inn.

Báðar útgáfurnar sem ég setti upp voru netuppsetningar, þ.e.a.s. ég sótti lágmarks útgáfu sem ég skrifaði á geisladisk sem ég ræsti vélina með, restin var svo sótt af netinu. Í báðum tilvikum af spegli á Íslandi. Helvíti flott.

Ég er afar slakur í unix uppsetningum en les mig í gegnum þetta. Set eins lítið upp og þarf, slekk á öllum óþarfa þjónustum. Set upp eldvegg og loka fyrir allt nema http. Ætti að duga. A.m.k. hefur litli serverinn minn hangið upp nokkuð áfallalaust síðustu tvö árin, bara dottið úr sambandi útaf utanaðkomandi aðstæðum, rafmagnsleysi og netveseni.

tölvuvesen
Athugasemdir

pallih - 20/02/05 14:39 #

Ég notast við þessa distro: http://contribs.org sem hefur reynst afar vel - einfalt í uppsetningu og viðhaldi.