Örvitinn

Myndasíðufikt

Var að fikta örlítið í myndasíðuskriftinu. Fjarlægði töflur á yfirlitssíðu, nefndi stakar síður og smámyndir (thumbnails) eftir myndinni í stað þess að hafa þetta númerað eins og áður. Vísanir á myndir breytast því ekki þó ég bæti inn mynd, en það gerðist áður ef ég bætti inn eldri mynd. Minnkaði líka ramma kringum myndirnar á yfirlitssíðunni.

Stærsta breytingin er að nú tek ég crop úr myndinni áður en ég geri smámynd. Kosturinn við þetta er að þá eru allar smámyndirnar jafn stórar og flútta betur en gallinn er að maður sér ekki allt á myndinni, stundum í raun afar lítið. Þar sem þetta er sjálfvirkt tek ég bara ákveðið svæði úr öllum myndum, en þessi aðferði, að taka crop áður en maður gerir smámynd virkar vel ef maður velur croppið fyrir hverja mynd.

Búinn að breyta síðunni fyrir ýmsar myndir í þessum mánuði (n.b. gerist refresh til að fá nýja stylesheet skrá). En hvað segið þið um smámyndirnar, er þetta miklu verra? [Athugið að ég hef breytt þessu aftur, það er ekkert að marka þessi skrif lengur. Smámyndirnar eru ekki lengur kroppaðar, en reyndar minni en áður.]

Aðferðin sem ég nota fyrir þessar síður er afar frumstæð, ég vinn myndirnar í photoshop og vista í folder. Keyri svo python skrift sem fer yfir allar myndir, býr til staka síðu, smámynd og að lokum yfirlitssíðu. Þegar ég bæti inn myndum eyði ég öllum .html skrám og öllum smámyndum og keyri skriftið aftur.

Næsta skref er að bæta við vísunum svo auðveldara sé að flakka fram og til baka.

tölvuvesen
Athugasemdir

Már - 25/02/05 01:28 #

Mér finnst þessar nýju smámyndir verri en gamla fyrirkomulagið. Auto-crop veldur næstum alltaf vonbrigðum.

Ég mundi frekar marka myndalistann upp á þessu formi:

ul > li[.v|.h] > a > img

þar sem class nafnið á li (v eða h) ræðst af því hvort myndin liggur langs, eða þvers.

Þá gætirðu CSSað þetta sætt eins með mátulegu padding að ofan eða til hliðanna eftir því sem við á - svoldið eins og slides-myndum raðað hlið við hlið.

P.S. Ég get verið þér innan handar ef þig vantar aðstoð við að hemja ul lista í CSS.

Matti Á. - 25/02/05 10:48 #

Já, auto-crop er ekkert að virka :-) Maður þarf að sníða þetta fyrir hverja mynd.

Ég veit ekki hvort tveir css klasar duga, einn fyrir langs og þvers, því myndirnar eru ekki jafn stórar. Þær eru allar jafn stórar á stærri kantinn en misstórar á hinn.

Ég hef stærð myndanna í höndum þegar ég skrifa síðuna, þannig að ég gæti paddað hverja mynd fyrir sig. Einnig gæti ég breytt myndunum, þ.e.a.s. sett smámyndirnar inn í aðra stærri sem myndaði þá ramma. Gallinn við það er að þær væru ljótar stakar, t.d. þegar ég skelli þeim inn í bloggið.

Skelli þessu í ul lista, hóa í þig ef ég lendi í veseni. Dunda mér við þetta um helgina.