Fimm ára sprautan
Kolla gat ekki fengið sprautu þegar við fórum í fimm ára skoðun um daginn þar sem hún var að taka sýklalyf útaf eyrnabólgu.
Í dag var kominn tími á sprautuna og áðan skaust ég og sótti Kollu á leikskólann og kíkti á heilsugæsluna.
Kolla var ósköp róleg útaf þessu en þegar við vorum kominn inn og hún stóð í fanginu mínu stressaðist hún aðeins upp, þó ekki jafn mikið og pabbi hennar. "Hér kemur flugan" sagði hjúkkan, "nú stingur hún" og svo stakk hún sprautunni á bólakaf í rasskinn. Ég fékk sting í magann, Kolla kúrði í fangið mitt og sagði ósköp lágt "ái". Svo var þetta búið.
Þessi stelpa er hörkutól. Myndina tók ég á bílastæðinu í Mjódd eftir sprautuna. Held hún hafi farið hjá sér, pabbi hennar var svo stoltur af þessari frammistöðu.