Örvitinn

Focaccia

Ég er ógeðslega stoltur af Focaccia brauðinu sem ég bakaði með sunnudagsmatnum. Að sjálfsögðu er þetta með því einfaldara sem hægt er að baka, en þetta heppnaðist bara svo hrikalega vel.

Sama uppskrift og í pizzudeig en ég notaði bjór í staðin fyrir pilsner, hvítlauksolíu, meira af salti og svo hvítlauksolía og gróft salt ofan á.

Þetta er svo lítið mál að ég stefni á að gera þetta mun oftar þegar ég er með matarboð. Jafnvel spurning um að prófa ýmsar útgáfur af þessu.

Skondið að vera allt í einu farinn að baka á fertugsaldri! Hvað næst? Jú, heimatilbúið pasta er næst. Þarf að læra að gera það.

matur