Örvitinn

Sköpunarsinnar, fársjúkt fólk

Þegar trúmenn og sinnuleysingjar hneyklast á því að kvartað sé undan trúaráróðri í skólum er gjarnan spurt hver skaðinn sé.

Skaðinn er að út úr íslenska skólakerfinu kemur fólk eins og mofi sem er duglegur að kommenta á Vantrú. Fullorðnir menntaðir einstaklingar sem trúa bókstaflega á sköpunarsögu Biblíunnar og afneita þar með Þróunarstaðreyndinni (betur þekkt undar nafninu þróunarkenningin, en það nafn er á vissan hátt villandi).

Það er eitthvað stórkostlega mikið að þegar einstaklingar komast í gegnum menntakerfið með svona ranghugmyndir. En lítum hjá því og spáum í því hver grunnur þessara ranghugmynda er - hvaðan kom þær. Jú, þetta eru lógískar afleiðingar kristnifræðikennslu og kristniboðs á Íslandi. Kennslu sem gengur út á að ala á tortryggni gagnvart vísindum og hampa hindurvitnum. Vissulega sleppa flestir út án þess að bera skaða af, en ekki allir.

Mofi er fórnarlamb, að mínu mati fárskjúkur andlega. En hann er ekki einn, hundruðir ef ekki þúsundir Íslendinga eru haldnir þessum sömu ranghugmyndum. Meira að segja núverandi forsætisráðherra virðist haldinn þeim ef mark er tekið á orðum hans. Hvað myndum við segja ef þetta sama fólk færi að mótmæla tilvist aðdráttaraflsins, tunglsins eða hnattlögun jarðar.

Þetta er ekki í góðu lagi og er meðal annars skaðinn sem trúboð í skólum getur valdið.

15:10

Þessi pistill birtist einnig á Vantrú og hafa nokkrar athugasemdir komið þar.

kristni
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 13/04/05 13:23 #

Ég stel þessari grein hér með og klíni henni upp á Vantrú, því þar á hún svo sannarlega heima.

Matti Á. - 13/04/05 13:30 #

Já, um að gera að skella þangað þó í henni sé ansi grimm persónuárás. Stundum þarf maður að vera vondur til að vera góður!

Erna - 13/04/05 15:05 #

Nú fékk vísindamaðurinn í mér hiksta. Af hverju má ekki bara kalla hlutina það sem þeir eru? Þróunarkenningin getur varla talist óhrekjandi staðreynd, er það? Hún er ófullkomin nálgun á sannleika sem við þekkjum ekki til fullnustu, erum enn að rannsaka.

Matti Á. - 13/04/05 15:26 #

Ætlaði að loka fyrir komment hér en tek það til baka :-)

Auðvitað er þetta kennning, en vandamálið er að sköpunarsinnar hamra á því atriði, að þetta sé bara kenning og sé á einhvern hátt á svipuðum stalli og sköpunarkenningar trúarbragða. Slíkt er afar villandi og því finnst mér ágætt að tala um þróunarstaðreyndina, þá staðreynd að lífverur á jörðinni hafa þróast. Kenningin gengur út á miklu meira og er flóknari.

Eða svo ég vitni í grein Steindórs á vísindavefnum.

Þróunarkenningin er einhver farsælasta vísindakenning sem fram hefur komið og hefur sem slík staðið af sér fleiri óveður en aðrar vísindakenningar. En dagleg notkun á hugtakinu „þróunarkenning“ er eilítið villandi því að tvær hugmyndir liggja því til grundvallar. Annars vegar er um að ræða hið almenna viðhorf að lífið hafi þróast og hins vegar á hvern hátt þróunin átti sér stað. Báðar þessar hugmyndir hafa þróast frá því að vera tilgátur upp í það að verða kenningar.
.... Kenningin um náttúruval hefur ekki náð þessum sessi en hún er besta hugmyndin sem völ er á um orsakir þróunar lífsins á jörðinni. Þrátt fyrir þennan sterka sess sem þessar tvær kenningar hafa ber að hafa í huga að vísindakenningar eru í eðli sínu ekki endanlegur sannleikur, en í þessu tilfelli virðumst við vera ansi nálægt því sem satt getur talist. Endanlegur sannleikur er hins vegar viðfangsefni frumspeki og guðfræði.

Halldór E. - 14/04/05 16:33 #

Ég er þér ósammála Matti. Ég lít einmitt svo á að vönduð kristinfræðikennsla í grunnskóla losi okkur við svona tilfelli eins og Mofa. Ef allir eru heiðarlegir og kenna eftir námskrá þá er einmitt ekkert rými fyrir bókstafstrúarlið.

Matti Á. - 14/04/05 16:37 #

EF allir væru heiðarlegir, kennslan vönduð og námsefnið hlutlaust væri ég sammmála þér.

Enda hefur baráttan snúist um trúboð en ekki kennslu per se. Vandamálið er að kennslan hefur meira líkst trúboði en fræðslu að mínu mati.