Örvitinn

Tíu þúsund myndir

Tók eftir því í kvöld þegar ég var að færa myndir yfir í tölvuna að nöfn mynda núllstilltust, þ.e.a.s. DSC_0001.NEF sást aftur. Er semsagt búinn að taka meira en tíu þúsund myndir, DSC_9999.NEF er svona. Fiskurinn sem pabbi eldaði í kvöld.

Margar þessara mynda komust aldrei úr myndavélinni, var eytt á staðnum - öðrum eyddi ég eftir að hafa flutt þær yfir í tölvuna en langflestar á ég til. Nokkrar eru meira að segja nokkuð góðar.

Eina vesenið sem þetta veldur er að röð mynda á myndasíðunum ræðst af nafni myndarinnar. En það er smámál.

dagbók
Athugasemdir

Binni - 18/04/05 17:12 #

Assgoti þoli ég þig illa að eiga svona góða myndavél, helvískur. :-|