Örvitinn

Heimspeki í leikskólum

hugsandiÍ afmælinu hennar Dóru Sóldísar var Harpa meðal annars að segja frá því að á leikskólanum hennar Ásdísar Birtu séu heimspekistundir. Stundir þar sem rætt er við börnin og hugmyndir þeirra koma fram. Svo er meira að segja tekið saman hvað krakkarnir segja og ég skyldi þetta þannig að foreldrar fengju tilvitnanir í þau.

Mér þykir þetta heillandi, fullkomlega frábært starf. Krakkar geta verið svo ótrúlega frjó og hafa gaman af því að pæla í tilverunni. Það versta sem fullorðnir gera er að svara þeim illa eða ekki, ég reyni oftast að ræða við stelpurnar þegar þær byrja að spökulera, jafnvel þó pælingarnar séu stundum furðulegar. Það er fátt skemmtilegra en að ræða háleitar hugmyndir, jafnvel þó þær verði stundum leiðar á mér ef ég fer út í of mikið rugl.

En samt verð ég hálf niðurdreginn við að heyra þetta. Hvernig dettur fólki í hug að verja heimsóknir frá fokkings presti í leikskóla á sama tíma og boðið er upp á svona snilld. Hvernig dettur leikskólastjórum í hug að fá karl með kraga til að sjá um að ræða við börn um svona mál á fölskum forsendum? Auðvitað hafa menntaðir leikskólakennarar allar forsendur til þess að ræða við börnin um lífið og tilveruna, tala við krakkana á þeirra forsendum og um leið koma á framfæri hugmyndum um almennt siðferði, ekkert kristilegt kjaftæði. Það er grátlegt að fólk haldi að það sé nauðsynlegt að fá fokkings prestfífl í leikskóla svo hægt sé að kenna krökkum muninn á réttu og röngu. Í raun segir það okkur meira um slíkt fólk en bölvaðan prestinn, því sá sem telur að költleiðtogi sé nauðsynlegur til að koma siðferðishugmyndum á framfæri hefur engar forsendur til að fara eftir nokkrum siðferðisreglum að mínu hógværa mati.

Eins og mér þykir þetta frábært í leikskólanum í Hafnafirði þykir mér það enn sorglegra í dag en í gær að leikskólaprestsfíflið sé til.

Svona getur maður vellt sér upp úr eigin eymd við að heyra góðar fréttir af öðrum :-)

leikskólaprestur
Athugasemdir

Halldór E. - 22/04/05 13:57 #

Blessaður Matti, ég sé ekki betur en þú sért að rugla tveimur hlutum saman. Barnið mitt er á kristilegum einkareknum leikskóla þar sem lagt er upp með trúarlega söngva og Biblíusögur. Hins vegar er einnig reglubundið notast við "heimspekistundir" eins og þú lýsir. Þar sem börn nálgast veruleikann og velta fyrir sér hinu og þessu. Við, foreldrarnir, fáum svo að sjá og njóta þess sem þau hafa glímt við. Heimsóknir prests mánaðarlega, þar sem er sungið og hlustað á sögur, útilokar ekki á neinn hátt að unnið sé með börnunum á fleiri vegu. Þú ert að fjalla um algjörlega aðskilda hluti. Það þú teljir að leikskóli dætra þinna sé ekki að standa sig í að virkja heimspekilegan þankagang barnanna þinna hefur ekkert að gera með heimsóknir prestsins.

Matti Á. - 22/04/05 14:01 #

Ég er engu að rugla saman Halldór, ég er að vísa til réttlætingar á leikskólastundum. Að þær séu svo nauðsynlegar til að kenna börnum góða siði.

Þessar réttlætingar hafa meðal annars komið fram í athugasemdum á þessari síðu.

En það er rétt hjá þér, heimsóknir prestsins hafa ekkert með það að gera að virkja heimspekilegan þankagang krakkanna, einungis skammarlausa ítroðslu, a.m.k. í tilviki Séra Bolla sem trekk í trekk treður ofan í börnin kjaftæði um að guðinn hans sé til og sonurinn líka. Þetta snýst ekki bara um söng og sögur Halldór. Ég hef verið að reyna að segja frá því hér.

Halldór E. - 22/04/05 14:11 #

Að sjálfsögðu snýst þetta ekki bara um söng og sögur. En það sem fram fer er samt söngur og sögur, þó þér líki e.t.v. ekki innihaldið. Að sjálfsögðu virkja þessar sögur heimspekilegan þankagang barnanna, þær kalla fram spurningar, efasemdir og vangaveltur um margvíslega hluti.

Matti Á. - 22/04/05 14:15 #

Séra Bolli er ekki að kalla fram spurningar, hann lokar fyrir þær. Hann fullyrðir að gvuð sé til, ef krakkarnir efast spyrja hann fullum fetum,

Þetta er skammarlaus ítroðsla trúarhugmynda. Þú mátt trúa öðru en ert þá að ljúga að sjálfum þér að mínu hógværa mati.

Annars hef ég engan áhuga á að rökræða þetta við þig núna, stend við allt sem ég hef skrifað um þetta mál.

Matti Á. - 22/04/05 16:07 #

Vil koma að einum litlum punkti.

Segjum að við værum að ræða um pólitík, að krakkar á leikskóla væru að ræða saman um stjórnmál (umhverfismál og siðferðileg efni er tengjast stjórnmálum). Þá væri varla hægt að tala um að það væri eðlilegt ef fulltrúi Sjálfstæðisflokks sæi um þær umræður í leikskólanum, það væri afar langsótt að segja að slíkur einstaklingur væri að virkja pólitískan þankagang krakkanna, hann væri einfaldlega að troða í þau áróðri.

En þessi líking hefur komið fram áður, svo þetta er ekkert nýtt.