Örvitinn

Eru löglegt að læsa símum?

Er löglegt hjá símafyrirtækjum að læsa gsm símum þannig að einungis sé hægt að nota þá í þeirra kerfi? Er þetta eðlileg hegðun í samkeppnisumhverfi? Þú kaupir símtæki en getur ekki lánað símann eða selt síðar til notanda hjá öðru símafyrirtæki, notað annað kort í útlöndum eða notað hann hjá öðru símafyrirtæki síðar ef þú flytur viðskipti þín. Verð á símtækjum hjá símafyrirtækjunum er ekki það merkilegt að það réttlæti þetta, iðulega bjóða óháðir aðilar símana til sölu á sambærilegu verði.

Hvað segja sérfræðingar í samkeppnisrétti um þetta?

tækni
Athugasemdir

Halldór E. - 03/06/05 02:47 #

Ef þú samþykkir kaup á læstum síma, gegn verulegum afslætti á verði, þá er ekkert að því. Hins vegar eru reglur í Danmörku um að ekki sé heimilt að hafa símana læsta í meira en ár, þá átt þú að geta gengið inn til þjónustuaðilans og hann opnar símann án endurgjalds. Kerfið á Íslandi er þannig að það kostar fasta upphæð að opna símann innan árs, en upphæðin lækkar eftir fyrsta árið. OgVodafone endurgreiddi mér upphæðina sem ég borgaði Símanum fyrir að opna síma konunnar minnar.