Örvitinn

Á fætur fyrir níu

Fór að sofa klukkan þrjú aðra nóttina í röð. Vaknaði hálf níu, þá var Inga María búin að fara fram og pissa, kúra meira og klæða sig í fötin. Ekki gat ég beðið hana um að gera hafragrautinn sjálf þannig að ég neyddist til að skríða á lappir og vekja Kollu.

Kláraði Lost seríuna í nótt. Lítið hægt að segja um það án þess að skemma fyrir öðrum.

Spilaði fótbolta í gærkvöldi, lék í fimmtán mínútur eða svo sjálfur. Er þokkalegur í lærinu en tókst að fjarlægja skinn ofan af einni tá vinstri fótar á æfingu í fyrrakvöld, er bara með gerviskinn í dag. Það er ekkert rosalega þægilegt.

Ég held það væri sterkur leikur að fara snemma að sofa í kvöld.

dagbók