Örvitinn

Hitt og þetta

Rosalega munar miklu að geta hlustað á eigin tónlist í ræktinni. Hitaði upp á orbitrek tæki og var tuttugu mínútur í stað tíu vegna þess að ég var að hlusta á svo fína tónlist. Lyfti frekar hóflega, eða kannski virkar það bara hóflegt þegar maður er að taka hendur og axlir.

Skellti mér á Nings og fékk mér steikt hrísgrjón með kjúkling (66). Var eiginlega búinn að fá ógeð á þeim rétti þegar ég vann hjá CCP, borðaði réttinn tvisvar eða þrisvar í viku á tímabili. Þetta var helvíti fínt áðan.

Er að fara á vínkynningu með vinnufélögum eftir vinnu. Sullað í rauðvíni og einhverjir smáréttir með. Spurning um að panta Hot'n Sweet á milli glasa til að fá eitthvað fútt í þetta. Veit ekki hvort eitthvað gerist í framhaldi en ég vona að það verði eitthvað örlítið djamm.

dagbók