Örvitinn

Er Liverpool leikurinn í kvöld ekki á Sýn?

Á ég að trúa því að seinni leikur Liverpool og TNS verði ekki á Sýn? Sjónvarpsstöðin auglýsti viðureign liðanna, getur verið að þeir hafi bara ætlað sér að sýna fyrri leikinn? Ég keypti áskrift í þeirri trú að ég væri að kaupa báða leikina. Þetta getur ekki staðist, er Sýn endanlega að drulla upp á bak eða á bara eftir að uppfæra dagskrána?

Ef leikurinn er ekki sýndur í kvöld, eins og mér sýnist raunin vera, er þetta í síðasta skipti sem ég eyði krónu í þessa fáránlegu sjónvarpsstöð. Það eina sem ég hef horft á á Sýn síðustu vikuna er einmitt fyrri leikur liðanna. Ekkert annað hefur vakið áhuga minn.

Samkvæmt Liverpool blogginu virðist þetta vera málið.

boltinn
Athugasemdir

Óli Gneisti - 19/07/05 10:49 #

Er það kannski tengt því að það er innlendur fótbolti í kvöld?

Matti - 19/07/05 11:05 #

Það er leikur í 1. deild kvenna í kvöld en Sýn ætlar að varpa út leik Fylkis og Þróttar sem fór fram á Sunnudag.

Ef ekki má sýna frá þessum leik sökum þess að verið er að spila í efstu deild kvenna á sama tíma hefði verið hægt að sýna leikinn síðar um kvöldið, svipað og gert var með æfingaleik Chelsea á Sunnudagskvöld.