Örvitinn

Trúarkönnunin

Fólk keppist við að fylla út trúarviðhorfsprófið. Ég hef fyllt þetta út áður en er ekki vanur að setja próf á síðuna. Ætla að gera undantekningu í þetta skiptið. En ekki nóg með það, ég ætla að setja svör mín með og reyna að rökstyðja þau. Þið megin endilega kommenta ef þið hafið eitthvað út á þetta að setja. Auðvitað sé ég ýmislegt eftirá sem ég myndi vilja svara á örlítið annan hátt en málið með svona kannanir er að svara þeim hratt, ekki dvelja lengi við hverja spurningu.

Niðurstaðan er neðst og ætti ekki að koma á óvart. Reyndar eru stóru trúarbrögðin með frekar hátt skor, en eins og sést er það vegna þess að ég neyðist til að svara sumum spurningum þannig að það skarast við það.

Set mitt svar með sem tölu á bilinu 0-4, 0 fyrir Disagree or N/A, 4 fyrir Agree.

  1. Jesus is God. 0 Jesús var eflaust ekki til. Ef hann var til var þetta bara einn af ótal prédikurum sem heilla fólk. Slíkir menn eru til í dag, enginn heilbrigður maður trúir því að þeir séu gvuðir.
  2. I try to be in tune with the natural world as much as I can. 2. Hvað eiga þeir við? Ég lifi lífi mínu náttúrulega í samræmi við gang náttúrunnar. En mér finnst ansi mikill nýaldarbragur yfir þessu orðalagi.
  3. I believe in reincarnation. 0 Neibb, enga trú á því.
  4. Conversion should be a difficult process to make sure that one is really sure about it. 2 Tja, mér finnst að fólk mætti hugsa meira áður en það ákveður að trúa hverju sem er og fólk ætti ekki að ganga í hvaða trúarkölt sem er án þess að hugsa málið vandlega. Aftur á móti tel ég að fólk telji sér yfirleitt trú um að það geri þetta að vandlega íhuguðu máli þó staðreyndin sé sú að sjaldan eru allar hliðar málsins skoðaðar heldur stuðst við einhliða áróður trúarköltsins.
  5. Eating animals is cruel. 0 Nei, mér finnst það ósköp eðlilegt.
  6. I should be able to do whatever I enjoy, with few, if any, limitations. 2 Þetta er of loðið, ég tel að fólk megi gera næstum hvað sem er, svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Það vantar alveg þennan varnagla í spurninguna.
  7. God is manifested in the Father, Son, and Holy Ghost. 0, tja, samkvæmt kristni er það svo, en ég trúi því ekki, þannig að ég segi núll.
  8. It is hard to decide what the truth is. 1, Vissulega er það erfitt, en ekki jafn erfitt og menn vilja láta. Yfirleitt er nóg að skoða sönnunargögnin og meta fullyrðingar út frá því. Stórkostlegar fullyrðingar krefjast stórkostlegra sannana. Svo má ekki gleyma því að stundum er í lagi að segja bara "ég veit það ekki".
  9. I'm not sure now, so I guess we'll all figure it out once we die. 0 Þegar við deyjum erum við bara dauð, við komumst ekki að neinu. Við hættum að vera til.
  10. I find peace and self-control through meditation. 1 Ég stunda ekki hugleiðslu, þjálfarinn minn í öðrum flokki lét okkur samt stundum slaka á með hugleiðslu og það var ósköp notalegt.
  11. Abortion is an abominable sin. 0 Ég er ekki á móti fóstureyðingum. Ég er á móti syndarhugtakinu.
  12. It is better to forgive your enemy than to seek revenge. 1 Fer eftir því hvað hefur gerst, hver gerði það og hvaða afleiðingar það hafði. Sem lífsregla er það vafalítið betra, en ég er ekki viss um að þetta sé algilt.
  13. I am certain that no being higher than humans exists. 3 Auðvitað er hugsanlegt að í alheiminum séu lífverur sem eru manninum "æðri", en ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess. Ég er nokkuð viss, ekki sannfærður.
  14. There are many or countless incarnations and manifestations of God. 0 Það eru ekki til neinir Gvuðir í raunveruleikanum.
  15. Jesus: A historical figure; neither God nor a prophet. 4 Ef Jesús var til er ég sammmála, er bara alls ekki viss um að hann hafi verið til.
  16. The world would be so much better if there were no religion. 4 Ég sé bara ekki nokkuð jákvætt við trúarbrögð. Ekki neitt. Það sem menn týna til er allt hægt að yfirfæra á annað.
  17. There should be no moral restrictions on diet or sexual activity whatsoever. 3 Tja, nema "ekki skaða aðra". Ég t.d. tel siðferðilega rangt hjá fólki sem er með kynsjúkdóma að það stundi kynlíf með öðrum án þess að láta það vita og án þess að nota getnaðarvarnir. Tengist trúarbrögðum ekki neitt.
  18. People are not inherently evil; they are just weak and have free will. 4, já, ég held ég sé nokkuð sammmála Vésteini í þessum efnum. Held samt að það sé erfitt að lifa eftir þessu, okkur finnst fólk sem gerir "vonda" hluti "vont".
  19. There should be no images, statues, etc. of God or his messengers. 2 Ég skil ekki alveg málið, auðvitað mega menn hafa sínar fígúrur í friði, ég hef ekkert á móti action köllum.
  20. Life is a struggle in which we must overcome suffering. 0. Bull, erfðasyndin í öllu sínu veldi. Auðvitað er líf sumra barátta og þjáning, en það er engin lífsregla.
  21. The many gods are all part of one larger being. 0 Það eru engir gvuðir.
  22. Religion is naive and misinformed. 4 Jamm, ég sé satt að segja ekki tilganginn og ekkert hafa trúarbrögð vitrænt fram að færa.
  23. God does not ever have a physical, nor human body. 4 Gvuð er ekki til.
  24. All life organisms alive today were created through random processes. 4 Þetta er náttúrulega afbökun á þróunarkenningunni, því hún byggist ekki bara á tilviljunum heldur líka náttúruvali sem er allt annað en tilviljunarkennt ferli. Stökkbreytingar eru aftur á móti tilviljunarkennt ferli.
  25. There is only one God, and He is not Jesus. 0 Það eru engir gvuðir.
  26. I do not harm any living things, or at least I try not to. 3 Tja, ég stunda ekki veiðar og ég reyni að forðast að vera skaða dýr eða menn. En ég borða dýr og stuðla því óbeint að frekar óheppilegri hegðun gagnvart dýrum (frá dýrunum séð)
  27. There is a universal soul. 0 Nýaldarkjaftæði.
  28. All adults should pray daily. 0 Til hvers í andskotanum?
  29. Men were created for God; women for men. 0 Trúarnöttarakjaftæði.
  30. After we die, there is absolutely nothing. 4 Jamm, ekkert bendir til annars.
  31. I cannot be convinced to believe or disbelieve in God until I see some real physical proof. 0 Hér er öllu snúið á haus. Það er ekki hægt að líkja því saman að trúa og trúa ekki á gvuði. Ég vil sjá einhverja sönnun ef ég á að trúa einhverju. Þangað til ég sé sönnun tek ég mér bessaleyfi til að trúa því ekki, enda hugmyndin um gvuði óskaplega barnaleg.
  32. Modest dress is part of self-respect and should be practiced by everyone. 0 Trúarnöttarakjaftæði.
  33. One should not follow any rule or commandmant without full belief and understanding of it. 3 Auðvitað er það æskilegt að fólk reyni að skilja þær reglur sem það fer eftir, þetta þarf ekkert að einskorðast við boðorðin. Aftur á móti er alveg ljóst að við getum aldrei skilið allt, við förum eftir fullt af reglum í lífi okkar sem eru innprentaðar í okkur. Mannlegt eðli færir okkur "reglur" sem við erum ekki einu sinni meðvituð um.
  34. Everyone should love each other. 4. Auðvitað væri það best. Sérstaklega ef við myndum bæta kynlífi inn í myndina (svo lengi sem fólk væri fullorðið)
  35. I believe in a female Goddess, rather than a "male" god, multiple gods, or none at all. 0 Feministatrúarnöttarakjaftæði.
  36. Humans' true nature is in fact similar to that of animals. 4, Maðurinn eru dýr.
  37. Women and men are equal in the eyes of God. 0 Samkvæmt Biblíunni eru konur óæðri manninum. Allt tal um annað er grænsápa. en Gvuð er náttúrulega ekki til og menn og konur eiga að hafa algjörlega sömu réttindi til allra hluta.
  38. I have a strong belief and trust in myself over anything or one else in this world. 0 Ég skil þetta ekki alveg. Vissulega treysti ég sjálfum mér. Veit þó að ég er ekki óskeikull og treysti öðru fólki, sérstaklega þegar það rökstyður mál sitt.
  39. Because I haven't made up my mind, I never rule out the possibility of God's existence. 0 Ég tel alveg útilokað að Gvuð (með stóru G-i, Gvuð kristninnar og Íslam) sé til. Hann er skáldskapur. Aftur á móti get ég ekki fullyrt að engir gvuðir séu til, ég tel það óendanlega ólíklegt, en það er ekki hægt að afsanna það.
  40. Sex is the woman's right, not the man's. 0 Hvað er átt við hér? Karlar og konur hafa sama "rétt".
  41. The only thing or person I can ever really trust or rely on is myself. 0 Maður getur ekki lifað farsælu lífi án þess að treysta líka einhverju öðru fólki.
  42. Jesus died for our sins. 0, neibb - hann var ekki til.
  43. Everyone is responsible for his or her own good and bad deeds. 4, jamm, það þýðir ekki að kenna öðrum um það sem maður gerir sjálfur. Vissulega geta aðrir haft áhrif á gjörðir manns og sjúkdómar koma fólki til að framkvæma hræðilega hluti, það sama gildir um trúarbrögð. En þegar allt kemur til alls verðum við sjálf að taka ábyrgð á eigin gjörðum.
  44. There is no such thing as a "just" war. 1. Stríð eru hræðileg, langlangflest er ekki hægt að réttlæta. En stundum tel ég að menn verði að grípa inn í atburðarrás. Ég tel t.d. réttlætanlegt að beyta hernaði til að koma í veg fyrir þjóðarmorð.
  45. The strongest spiritual connection I feel is in nature. 2 Jújú, en kom þetta ekki fyrir hér á undan líka. Það má segja að það sé andlega upplifun að horfa á sólarlag á fallegum degi. Það er líka helvíti andleg upplifun að skíta þegar maður hefur haldið lengi í sér.
  46. I believe in a set of specific rules on how to live my life. 1 Nei, ekki beint. Ég trúi frekar á almenn siðalögmál frekar en sérstakar reglur. Sbr. gerðu það sem þú villt svo lengi sem þú skaðar ekki aðra.
  47. I am the only one who should set rules or restrictions for myself. 0 Nei, við lifum í samfélagi með öðru fólki. Við þurfum að fara eftir reglum sem eru settar, t.d. umferðareglum.
  48. Both people and animals die and are born multiple times. 0 Nýaldarkjaftæði.
  49. The concept of God was created by people. 4 Jamm, en ekki hverjum?
  50. The name of God should be highly respected and not used carelessly. 0 Bull, Gvuð, Allah eða Jehóva er fasískur fjöldamorðingi. Hann á ekki skilið neina virðingu. Auk þess er Gvuð ekki til.
  51. I can't fully believe in any one religion. 4 Ég get alls ekki trúað á nokkur trúarbrögð.
  52. God's existence cannot yet be proven. 4 Enda er gvuð ekki til.
  53. "Evil" as many religions see it does not exist; "evil" is just imbalance and human mistakes. 4 Jamm, sjá svar við 18.
  54. Jesus, being a prophet, should be respected; however, being a man, not be worshipped. 3 Tja, það ef hann var til, sem ég tel ekki líklegt, á að sjálfsögðu ekki að dýrka hann.

Niðurstaðan:

You scored as atheism. You are... an atheist, though you probably already knew this. Also, you probably have several people praying daily for your soul. Instead of simply being "nonreligious," atheists strongly believe in the lack of existence of a higher being, or God.

atheism

96%

Paganism

58%

Islam

46%

Satanism

38%

agnosticism

38%

Buddhism

33%

Judaism

33%

Christianity

29%

Hinduism

0%

Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com
efahyggja
Athugasemdir

Már - 22/07/05 16:11 #

ROFL, ég sé núna fyrir mér hvernig það verður til þögul keppni innan Vantrúar um hver mælist mesti trúleysinginn.

Ég held með þér Matti! Go Matti! Go Matti!

Matti - 22/07/05 16:14 #

Það er vafalítið auðvelt að haga svörum sínum þannig að maður fái 100% Kom mér á óvart hvað ég skoraði hátt, því ekki var ég að stefna að neinu. Átti jafnvel von á að atheism yrði ekki hæst.

Ég er þó ekki að blekkja sjálfan mig ef eitthvað er að marka þetta próf, sem að sjálfsögðu er marklaust :-)

Már - 24/07/05 14:03 #

Ég tók eitthvað próf svipað þessu fyrir nokkuð löngu síðan. Líklega sama prófið. Fékk þó nokkuð lægra trúleysingjahlutfall en þú, en fattaði eftir á að ég hafði ýmist mislesið eða mistúlkað margar spurninganna - fyrst og fremst vegna þess að ég var ekki í nægilega alvarlegu og einbeittu skapi þegar ég tók það.

Mér fannst ég ósköp lélegur trúleysingi þann dag, en jafnaði mig fljótt á því. ...a.m.k. þar til ég sá skorið þitt núna ;-Þ