Örvitinn

Ora grillsósa með sólþurrkuðum tómötum er viðbjóður

viðbjóðurÉg verð bara að koma þessu á framfæri. Greip þessa sósu í óráði í Nóatún í kvöld, langaði að prófa eitthvað öðruvísi. Las ekki á krukkuna.

Þetta var afar óspennandi, satt að segja frekar vont. Ef ég ætti að líkja þessu við eitthvað, þá bragðast þetta eins og vond kokteilsósa. Í þokkabót er þetta 60% fita. Djísus kræst maður, mæjónes með rauðum matarlit.

Geri þessi mistök ekki aftur, verð að muna að lesa innihaldslýsingar, hélt bara í einfeldni minni að menn vönduðu sig í þessum bransa.

matur
Athugasemdir

Elvar - 25/07/05 00:26 #

Já talandi um sósur. Þegar ég var í London um daginn gripum við einu sinni bita á stað sem kallast Nandos. Virtist sérhæfa sig í kjúlla og veggie réttum, en allt að jafnaði frekar spicy.

Nú rakst ég á svona Nandos sósur einhverjar í Krónunni um daginn (veit ekki hvort tengingin er rétt en þetta virkar sem sama conceptið), hef prófað tvær og báðar afskaplega skemmtilegar. Hef þó ekki rannsakað innihaldslýsingu nægilega vel. Þú kannski tékkar á þessu við tækifæri Matti.

Matti - 25/07/05 00:30 #

Eru þetta sósur sem maður eldar kjúklinginn úr eða ber fram með honum? Kíki á þetta, þarf að fara að prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu.

En ekki prófa þessa Ora sósu, treystið mér bara :-)