Örvitinn

Berjum presta

Bætt við mörgum árum seinna: Þó ótrúlegt megi virðast hafði ég alls ekkert hugsað mér að berja presta þegar ég skrifaði þessa grein. Eins og fram kemur í athugasemd hér fyrir neðan var þetta orðaleikur, ég var að reyna að koma því á framfæri hversu reiður ég var útaf þessum orðum Guðmundar.

Hvernig væri að hætta þessu rugli og byrja bara að berja presta? Ætti að vera auðveldur leikur, þeir rétta alltaf hina kynnina. Það er að segja ef þeir eru samkvæmir sjálfum sér.

Hvernig læt ég, þetta lið prédikar bjánaskap sem það veit fullvel að er uppspuni. Það fyrsta sem þeir henda út í buskann þegar þeir hefja nám í Guðfræði er einmitt það að vera samkvæmur sjálfum sér.

Þegar ég sé skrif eins og þessi, eftir Guðmund Guðmundsson, héraðsprest í Eyjafjarðarprófastsdæmi, sem Hjalti vísaði mér á, langar mig einna mest að hætta öllu þessu rugli og lumbra bara örlítið á prestfíflunum. Vitnum í kragann þar sem hann dásamar æskulýðsstarf kirkjunnar:

Það vill nú svo heppilega til að börn eru gjarnan leiðitöm, hættulega leiðitöm, trúgjörn og grandalaus.
...
Þjóðkirkju- og lýðræðisfyrirkomulagið felur það í sér að bæði kirkjan og fjölskyldurnar geta gert kröfu um þátttöku skólans og leikskólans í skírnarfræðslunni að vissu marki. Barnastarf kirkjunnar hefur á seinni árum lagt aukna rækt við tengsl við leikskóla og grunnskóla.

Það vill svo heppilega til. Afsakið meðan ég æli yfir kirkjunnar hyski.

Þetta finnst þeim sjálfsagt. Bara hið besta mál, jafnvel þó níðingurinn játi að börn séu "hættulega leiðitöm, trúgjörn og grandalaus". Þá er einmitt rétti tíminn, að mati prestanna, til að ljúga að þeim. Já, þeir ljúga ágæta fólk. Þeir fullyrða ýmislegt við börn og önnur safnaðarbörn sem þeir sjálfir vita að er kolrangt, fullkominn uppspuni. Hitt og þetta sem sjálfsagt þykir að prédika yfir líðnum er almennt viðurkennt bull meðal guðfræðinga, þeir trúa þessu ekki sjálfir. Hugsanlega hægt að túlka á einhvern afar flókinn hátt eftir margra ára nám í Guðfræði. Samt ljúga þeir þessu að börnum þegar þau eru leiðitöm og trúgjörn vegna þess að þeir vita að þetta er besta leiðin til að fjölga sóknarbörnum, alveg eins og besta leiðin til að fjölga fíklum er að gera þá háða draslinu sem fyrst. Tilgangurinn helgar meðalið. Það er allt í lagið að ljúga að börnum, því ... æi fokkit, því þetta eru barnaníðingar.

Hvað annað á að kalla fólk sem herjar á börn meðan þau eru "leiðitöm, hættulega leiðitöm, trúgjörn og grandalaus"? Djöfuls viðbjóður.

kristni
Athugasemdir

sigga - 26/07/05 09:53 #

Þetta er svakalegt umburðarlyndi hjá þér

Matti - 26/07/05 10:13 #

Umburðarlyndi! Ertu ekki að grínast? Af hverju í ósköpunum ætti ég að sýna þessu liði eitthvað umburðarlyndi? Það er ekki eins og þeir beri nokkra virðingu fyrir fólki með aðrar skoðanir. Þeir segjast gera það, en gjörðir þeirra bera þess engin merki. Lítið umburðarlyndi fólgið í því að troða kristnu kjaftæði í annarra manna börn.

Umburðarlyndi er iðulega ofmetið.

Guðmundur Guðmundsson - 26/07/05 14:09 #

Ég má til með að rétta að þér hina kinnina. Þá getur þú slegið ef þú vilt. Ég trúi því sem ég kenni mínum börnum og því sem ég kenni í barnastarfi kirkjunnar, kærleika Krists, umburðarlyndi og staðfestu m.a. Ég trúi eins og segir í trúarjátningunni, það er játning mín. Af hverju efast þú um trú mína og samkvæmni? Hefur þú einhverja ástæðu til þess? Er eitthvað í grein minni sem gefur þér ástæðu til þess? Þekkir þú mig af verkum mínum? Hvernig getur þú þá fullyrt að það sé ósamræmi milli orða minna, samvisku og verka?

Aðalatriðið með fyrstu setningunni er “hættulega leiðitöm”. Minn ásetningur var að benda á ábyrgð þeirra sem leiða börnin í starfi kirkjunnar, enda gefur tilefni erindisins það til kynna að áheyrendur mínir voru fræðarar innan kirkjunnar. Ég geri ráð fyrir að þér sé ekki sama hvað þínum börnum er kennt. Þannig er því líka farið með mig. Ég vil að þau fái að læra það sem er satt og rétt. Og það er ábyrgðarhluti að vera í færðarahlutverkinu. Þér er það í lófa lagið að halda þér frá kirkju og kristni, en ég hlýt að mega dýrka Guð minn og kenna öðrum að dýrka hann eins og mér er gefið, þar sem er trúfrelsi í landinu. En ef þú og þínir áheyrendur vilja fara að berja og pína þá sem trúa, þá ertu ekki lengur málsvari sannleikans. Það er ég sannfærður um! Í Guðs friði.

sigga - 26/07/05 16:27 #

Skv. Orðabók Menningarsjóðs merkir örviti fáviti eða sá sem hefur gáfnastuðul 0-25. Kallast það ekki þroskaheftur núna (bókin er gömul)? Réttnefni kannski? En haltu endilega þínu strikið, það er bráðskemmtilegt að lesa það sem þú skrifar.

Kristján Atli - 26/07/05 16:56 #

Ég verð að taka undir með svari Guðmundar, Matti. Ég sé ekki betur en þau ummæli hans sem þú vísar í séu tekin af vefnum Guðfræði.is, sem er alveg örugglega vefur útihaldinn af kristnu fólki fyrir kristið fólk. Ekkert að því að hann tjái skoðanir sínar þar á meðal skoðanabræðra sinna, er það?

Einnig, ertu viss um að tal um að berja presta sé rétta leiðin? Ég er 100% viss um að þetta var meint sem kaldhæðni hjá þér, eða í það minnsta snjall orðaleikur hannaður til að koma því að að þeir ættu þá að rétta hina kinnina, en fyrir vikið gafstu skotfæri á þér. Guðmundur greip tækifærið í ummælum sínum:

"Ég má til með að rétta að þér hina kinnina. Þá getur þú slegið ef þú vilt."

Þú reyndir að vera sniðugur, Matti, en hann greip tækifærið á lofti og færði sér í nyt þannig að nú lítur þú út eins og argasti ruddi/vitleysingur en hann lítur út eins og friðsæll og viti borinn maður sem vill ekkert með ofbeldi gera. Er hræddur um að þú hafir hlaupið á þig þarna, því miður.

Hins vegar tek ég undir þá gagnrýni þína um að prestar landsins séu í auknum mæli að sækjast í að ná tali af börnum og/eða unglingum, og þá helst í skólum/leikskólum/opinberum stofnunum þar sem líklegt er að foreldri sé ekki nálægt. Ég er ekki faðir en ég yrði sennilega brjálaður líka ef ég kæmist að því að einhver hefði heimsótt leikskóla barnsins míns og reynt að innræta í því einhver gildi sem ég styddi ekki, í skjóli þess að þetta væru gildi "meirihlutans" á Íslandi.

Mér finnst þetta vera mjög döpur þróun sem að sæmir hinni svokölluðu 'virðulegu' preststétt ekki og neyðir foreldra sem eru á öndverðum meiði við trúarlíf prestanna til aðgerða.

Guðmundur: úr því að þú ert greinilega að lesa þessa síðu, þá hlýtur þú að geta tekið undir með þeirri skoðun minni að það felst ákveðið siðleysi í því að velja vettvang þar sem foreldri er ekki nærri til að reyna að hafa áhrif á börn þeirra, án þess að vita hvort að foreldrið er því samþykkt eður ei? Er þetta ekki óverjandi hegðum hjá prestum?

Óli Gneisti - 26/07/05 19:51 #

Augljóslega var þetta orðaleikfimi hjá Matta enda hefur hann hingað til ekki barist með öðru en orðum. Ég hefði reyndar gaman að því að sjá hvort að barðir prestar bjóði hinn vangann, efast einhvern veginn um það miðað við hvernig þeir hegða sér almennt.

En Guðmundur er augljóslega siðlaus andskoti og það ætti að halda honum frá saklausum börnum með öllum ráðum.

Birgir Baldursson - 26/07/05 20:07 #

Sá sem áttar sig á því að börn eru hættulega trúgjörn og grandalaus er fullkomlega siðblindur ef hann ætlar að notfæra sér það. Eina siðlega og sómasamlega leiðin út frá þessari vitneskju er að vernda barnshugann fyrir hvers kyns einhliða innrætingu, t.d. einna tiltekinna trúarbragða, en kenna börnum fremur gagnrýna hugsun. Þannig getur barnið svo, þegar það kemst til vits og ára, tekið upplýsta ákvörðun um það hvort/hverju skuli trúa.

Guðmundur, þú ert annað hvort rækilega í hlekkjum hugarfarsins ellegar fullkomlega siðblindur að vilja færa þér og költi þínu í nyt þennan augljósa veikleika barnshugans.

Hjalti - 26/07/05 23:02 #

Guðmundur: Gaman að sjá þig hérna. Langt síðan þjóðkirkjuprestur hefur tekið þátt í umræðunni.

Þú ert að misskilja Matta ef þú heldur að hann sé að ásaka guðfræðinga um "lygar" þegar þeir kenna " kærleika Krists, umburðarlyndi og staðfestu". Ef ég skil hann rétt þá á hann við atburði sem lýst eru í NT sem guðfræðingar ættu að vita að gerðust ekki, td fæðingarsagan.

Trúir þú fæðingarsögunni? Segir þú krökkum að hún sé sönn?

Þú mátt, þó það sé rangt að mínu mati, kenna krökkum hvaða trúarkjaftæði sem er (ef foreldrar eru samþykkir), svo lengi sem það er ekki í opinberum stofnunum ss leik- og grunnskólum. Enda á að vera frelsi frá trú í þessu landi.

Kristján Atli: Samkvæmt guðfræðingum þarf maður ekki að vera kristinn til þess að gerast guðfræðingur þannig að þessi annálasíða er ekki kristinn vettvangur. Vissulega má Guðmundur auglýsa skoðanir sínar þarna, en má ekki gagnrýna þær?

Annars hef ég prófað að klappa prest á kinnina (ofurlaust). Það var menningarnótt og Bolli? (bróðir Jónu Hrannar) og Jóna voru miðborgarprestar. Ég var að reyna að rökræða við þau en svörin þeirra voru hlægileg þannig að ég prófaði að athuga trú hans. Hann rétti mér ekki hina kinnina. :)

Matti - 27/07/05 12:49 #

Augljóslega var þetta orðaleikfimi hjá Matta enda hefur hann hingað til ekki barist með öðru en orðum.

Akkúrat.

Skv. Orðabók Menningarsjóðs merkir örviti fáviti eða sá sem hefur gáfnastuðul 0-25. Kallast það ekki þroskaheftur núna (bókin er gömul)? Réttnefni kannski?

Til hvers ertu að tjá þig hér Sigga? Ég veit ekki af hverju ég að sýna þér umburðarlyndi og leyfa þér að kommenta hér áfram.

Þú reyndir að vera sniðugur, Matti, en hann greip tækifærið á lofti og færði sér í nyt þannig að nú lítur þú út eins og argasti ruddi/vitleysingur en hann lítur út eins og friðsæll og viti borinn maður sem vill ekkert með ofbeldi gera.

Ég var ekki að reyna að vera sniðugur per se, ég var að reyna að sýna að ég væri brjálaður út í Guðmund og skoðanabræður hans. Þessa siðblindu trúmenn sem sjá ekkert athugavert við að heilaþvo "hættulega leiðitöm, trúgjörn og grandalaus" börn. Þarna troða þeir inn trúarvírusnum sem langflestir losna aldrei við. Tek undir orð Birgis, mætti ekki kenna þeim gagnrýna hugsun. Svar prestanna er nei, því þá myndu börnin ekki taka trú.

Ritað í syndabælinu Skálholti.

Hjalti - 04/08/05 02:25 #

Ég var farinn að hlakka til langrar og skemmtilegrar umræðu um barnastarf kirkjunnar en síðan hætta trúmennirnir eftir einn póst. Hafa þeir ekki áhuga á þessu málefni? Hvað þá? :(

Matti - 08/08/05 12:48 #

Ójú, þeir hafa áhuga á þessu. Þeir vilja bara ekki reyna að réttlæta gjörðir sínar því þeir vita að þetta er siðlaus hegðun.

Það sjá þeir um leið og þeir setja sig í spor annara og spá í eigin viðbrögðum ef trúleysingjar færu með sinn málflutning í leik- og grunnskóla. Þeir yrðu brjálaðir.

Hræsnin er slík að í stað þess að hætta þessari hegðun hætta þeir bara að reyna að réttlæta hana.