Örvitinn

Týndi veskinu

Ég þoli ekki svona bjánaskap, óskaplega er ég argur út í sjálfan mig :-|

Fórum í Smáralind í kvöld og versluðum í matinn í Nóatún. Ég skaust svo í Vínbúðina rétt fyrir lokun og keypti mér kippu af Stella í flösku.

Þegar við vorum við það að renna í hlaðið hér heima uppgötvaði ég að veskið var ekki á sínum stað. Hringdi í Vínbúðina, ekki var það þar. Brunaði í Smáralind og leitaði, fann ekkert. Búið að loka upplýsingum og ekkert veski hjá öryggisgæslunni. Ekkert enn fundist í Vínbúðinni.

Hringdi og lokaði kortunum og bölvaði sjálfum mér enn og aftur. Það eru svosem engin verðmæti í veskinu, smá klink, kortin og svo einhver nafnspjöld. Vona að einhver svipaður mér finni veskið.... (sjá næstu færslu)

dagbók
Athugasemdir

Nanna - 12/08/05 23:24 #

Dóttir mín týndi veskinu um daginn. Það fannst hvergi þótti mikið væri leitað og spurt eftir því alls staðar. Nærri viku seinna, þegar hún var búin að fá ný kort, nýtt ökuskírteini og allt saman, var hún að spenna strákinn í bílstólinn (í fyrsta skipti síðan veskið týndist) og varð litið á hilluna fyrir aftan aftursætið. Þá lá veskið þar. Blasti við augum. Ef þú ert argur út í sjálfan þig geturðu ímyndað þér hvað hún bölvaði hraustlega.

Matti - 13/08/05 00:55 #

Ég týndi veskinu mínu einu sinni á milli framsætanna í bílnum í einhverjar vikur. Leitaði sérstaklega vel í bílnum í kvöld.

En það er satt, maður getur alltaf huggað sig við að aðrir hafa klúðrað hlutunum betur :-)