Örvitinn

Galli við ADSL sjónvarp

Er að fá ADSL tengingu hjá Símanum (í gegnum vinnuna) og var að skoða uppsetningarleiðbeingar fyrir routerinn. Sá þá, mér til skelfingar, að sjónvarp í gegnum ADSL virðist ekki vera lausn fyrir mig. Í leiðbeiningunum segir meðal annars:

Ath: tengi 4 aftan á beini er sérstaklega stillt fyrir sjónvarp yfir ADSL og er ekki notað fyrir tölvur.

Það eru semsagt fjögur ethernet tengi á routernum en þar af er eitt sérstaklega ætla fyrir sjónvarp, ekki tölvutengingar. Ástæðan fyrir því að þetta hentar mér illa er að ég er með net. Í kompunni á miðhæðinni er símatengi og ADSL router, þaðan liggja tölvutengi í þrjár áttir, niður í sjónvarpsstofu, í stofuna á miðhæðinni og í herbergið hennar Áróru. Í sjónvarpsstofunni er ég með 100mb switch sem ég tengi tölvurnar við, bæði borðtölvuna og ferðavélina mína (þráðlausa netið virkar illa niðri). Hugmyndin var að tengja ADSL sjónvarpstengið einfaldlega við þennan switch í sjónvarpsstofunni, en miðað við þessar leiðbeiningar gengur það ekki. Ég þyrfti að draga aðra ethernet snúru niður í sjónvarpsstofu og það er einfaldlega ekki pláss fyrir hana, er með eina ethernet snúru og tvær sjónvarpssnúrur í rörinu.

Ef það er hægt að tengja ADSL sjónvarpstengið við switchinn og nota sama tengi á routernum fyrir tölvutenginu og sjónvarp, þá get ég notað þessa þjónustu, annars ekki.

Sýnist á öllu að ég þurfi að bíða eftir Breiðbandinu. Framkvæmdir fyrir utan virðast ganga nokkuð vel þannig að vonandi verð ég kominn með Breiðbandstengingu innan skamms.

tækni
Athugasemdir

Matti - 08/09/05 15:12 #

Eins og ég hef áður sagt, internetið virkar, ég hef fengið ítarleg svör við vangaveltum mínum.

Lausnin virðist vera Breiðbandið í mínu tilfelli, tæknilega er hugsanlega hægt að fá ADSL sjónvarp til að virka með fullkomnum switch, en ég held að hitt sé minna mál. Auk þess lýst mér ansi vel á Breiðbandslykil með hörðum disk, hef lengi beðið eftir svona græju.

Aftur á móti steinliggur að fara og ná sér í ADSL sjónvarpsgræju til að skella í stofuna. Get þá fengið RÚV og Skjá1 í stofuna í fínum gæðum, loftnetstengingin í stofunni hefur einmitt verið í bölvuðu rugli síðasta árið.

Breiðbandstengið kemur inn í húsið á jarðhæðinni þannig að það verður lítið mál að tengja það í sjónvarpsstofuna - úr sjónvarpsstofunni liggur sjónvarpssnúra upp í búr og þaðan í stofuna. Spurning hvort ég geti tengt auka Breiðbands myndlykil þar? Kostar reyndar 900 á mánuði.

Hvað um það, ég neyðist til að yfirgefa bæinn um næstu helgi og missi því af enska boltanum, þarf því ekki að leysa þetta mál fyrr en í næstu viku.

Óli Gneisti - 11/09/05 19:06 #

Þessi breiðbandslykill virðist spennandi. Veistu hvort það sé leið til þess að taka efni af honum yfir í tölvu?

Óli Gneisti - 11/09/05 19:07 #

Semsagt til þess að látið á disk og átt (einsog videospólurnar gömlu, munið þið eftir þeim?), ekki til þess að dreifa á netinu ef einhver hélt það.

Matti - 11/09/05 19:10 #

Ég held að það sé ekki nokkur leið að koma efni af breiðbandslyklinum yfir í tölvu. Þekki þetta reyndar ekki vel, en minnir að Krissi kerfisstjóri hafi sagt þegar hann var að lýsa þessaru græju um daginn að þetta væri ekki hægt. Skal spyrja hann betur á morgun.

pallih - 22/05/06 17:00 #

Fékkstu svar hjá Krissa kerfisstjóra eða prófaðirðu þetta sjálfur?

Það virðist nefnilega vera eitthvað usb port á þessum myndlykli...

Matti - 22/05/06 19:06 #

Ég saltaði þessi breiðbandsmál á sínum tíma og hef horft á adsl sjónvarpið í stofunni á miðhæðinni í vetur. Ætla að biðja Krissa að kommenta á þetta.

pallih - 29/05/06 11:53 #

Ég prufaði að setja usb kapal (sem nb. fylgdi með afruglaranum) í samband við OSX vél og ekkert skeði. Svo hefur mér ekki enn tekist að finna akkúrat þessa týpu á vef framleiðandans en svipaða útgáfu - líklega er í þessu eitthvað spes fimware fyrir símann.

Jájá.

Matti - 29/05/06 12:33 #

Krissi kommentar ekkert þrátt fyrir að ég hafi beðið hann um það, svona eru þessir kerfisstjórar :-)