Örvitinn

Crash

Var að enda við að glápa á Crash og verð að segja að mér finnst þessi mynd gargandi snilld. Með betri myndum sem ég hef séð.

Maður hefur séð svipaðar myndir áður, þar sem líf margra persóna skarast af ýmsum ástæðum, en þessi er bara svo helvíti vel gerð. Ég var alveg á nálum þegar búðareigandinn kom heim til lykla lásasmiðsins - eitt magnaðasta atriði sem ég hef séð. Segja menn ekki að myndin fjalli um fordóma, ég veit það ekki, hún fjallar líka um það að manneskjan er ekki endilega góð eða vond, gjörðir hennar ráðast af umhverfinu og stundum þurfum við bara að fá gott knús :-)

Tónlistin í myndinni virkar ótrúlega vel.

kvikmyndir
Athugasemdir

AndriÞ - 18/09/05 01:45 #

Fín mynd en þetta atriði sem þú minntist á, án þess að spoila neinu þá var endirinn á því atriði fáránlega ofleikinn, mér fannst leikurinn frekar kjánalegur þarna þegar allt fer í háaloft. En reyndar er það frekar langt síðan ég sá myndina og kannski upplifi ég atriðið öðruvísi þegar ég sé það í annað sinn.

Matti - 18/09/05 01:47 #

Kannski upplifir þú það öðruvísi þegar þú ert búinn að eignast börn ;-)

Birgir Baldursson - 18/09/05 20:58 #

Já, eða kemst á þann aldur að esterógenmagnið í líkamanum byrjar að hrannast upp. Við erum smátt og smátt að breytast í kellíngar. ;)

Annars hef ég ekki séð þessa mynd, en tek hana um leið og tími vinnst til. Ósköp langt síðan ég hef horft á bíómynd.

Þorkell - 19/09/05 11:27 #

Sammála því að myndin er góð og þetta umrædda atriði frábært. Mér fannst líka atriðið þegar lögreglumaðurinn reynir að bjarga konunni út úr bílnum þrusu gott. Ég mæli einnig með annari mynd með sama nafni eftir David Cronenberg. Stórkostleg mynd.