Örvitinn

Fjórða sæti

mynd af hringTók þátt í keppni á Ljósmyndakeppni.is og endaði í fjórða sæti með einkunnina 6.540 (6.53957), myndin í næsta sæti fyrir ofan var með 6.541 (6.54074), munurinn semsagt 0.00117

Jæja, svona er þetta, kannski hefði ég endað í þriðja með betri titil :-) Ég verð samt að segja alveg eins og er, ég er drullufúll yfir einkunnum undir fimm, finnst þessi mynd ekki verðskulda slíka einkunn. Ég var nokkuð ánægður með þessa mynd, hefði samt getað unnið hana töluvert en nennti ekki að standa í því. Uppsetningin var mjög einföld og vinnslan líka, ætlaði fyrst að taka mynd af hringnum ásamt fleiri hlutum en endaði á þessari útgáfu, rambaði eiginlega á hana.

Er einna ánægðastur með að myndin er ekkert croppuð, enda var ég að taka þetta á þrífæti og hafði nægan tíma til að stilla þessu upp.

Tók líka þátt í næstu keppni sem snýst um haust en á ekki von á miklu þar. Myndin sem ég sendi þar inn er í besta falli sæmileg.

myndir
Athugasemdir

AndriÞ - 03/10/05 16:23 #

Er þetta ekki dálítið gallað kerfi, ef að einhver er hræddur um að þín mynd fái hærri einkunn en sín þá getur hann bara gefið þér einn?

Matti - 03/10/05 16:25 #

Jú og svo er auðvelt að hóa í vini og vandamenn og biðja þá að gefa sér tíu.

Ég bannaði mínum (vinum og vandamönnum) að gefa mér einkunn :-)

En það er með þetta eins og svo margt annað, það skiptir mestu máli að vera með. Það er þrælgóð æfing að fá svona "verkefni" og leysa það. Oft er líka heilmikið að marka gagnrýnina sem maður fær.

Matti - 03/10/05 22:12 #

Verð að benda á eitt sem mér finnst áhugavert. Larus gaf mér fimm, sem ég get alveg sætt við mig, þar til ég sá að hann gaf þessari sex! Ég veit ekki í hvaða veröld þessi mynd er betri en mín.

Ég bitur! :-)

Hakon - 09/10/05 23:17 #

Best að taka það fram að ég dró þig ekkert niður fyrir titilinn :) - ég gaf þér 9 enda er myndin mjög góð. Þú nælir þér bara í borða næst!

Matti - 10/10/05 02:16 #

Ég næli í borða einhvern daginn :-)

Haustmyndin gekk ekki vel, ég átti ekki von á miklu, enda var þetta gert á síðustu stundu til að vera með, en er samt dáldið súr að vera fyrir neðan miðju.

Er farinn að upplifa mig sem misskilinn listamann :-P

En takk fyrir níuna Hákon :-)