Örvitinn

Jamm og já

Fór í ræktina í hádeginu, finn næstum ekkert fyrir kálfanum á orbitrek tæki. Lyfti dálítið, tók brjóst og bak. Náði síðustu kjötbollunum í mötuneytinu þegar ég kom til baka.

Fékk Gestgjafann og Lambakjötsbókina í gærkvöldi. Ætlum að temja okkur að elda eittvað nýtt eftir uppskrift einu sinni í viku. Þurfum að fara að bæta einhverju nýju og skemmtilegu á matseðilinn.

Athafnamaður á Íslandi var handtekinn fyrir fíkniefnasölu þegar hann var yngri, hann játaði brot sitt. Aldrei var dæmt í málinu þar sem það fyrntist í kerfinu.

Áratugum síðar vinnur þessi athafnamaður meiðyrðamál gegn manni sem fullyrti að athafnamaðurinn hefði byggt veldi sitt á sölu fíkniefna.

Það finnst mér dálítið magnað.

dagbók
Athugasemdir

Regin - 11/10/05 16:16 #

Það er í raun ekkert magnað þar sem HHG tók ekki til varna. Þá fellur útivistardómur sem byggir á kröfugerð sóknaraðila. Það var ekkert fjallað um málið efnislega.

Matti - 11/10/05 17:58 #

Leiða má líkur að því að HHG hefði unnið málið hefði hann mætt - en það hefði væntanlega kostað hann hundruði þúsunda. Ætli hann hefði fengið þann aur endurgreiddan?

Athafnamaðurinn hefur sigur í málinu hvernig sem það fer því kostnaðurinn er bara dropi í hafið fyrir hann.

Óli Gneisti - 11/10/05 19:47 #

Mér líkar alltaf vel við íslenska kerfið að þessu leyti. Uri Geller hefði aldrei komist upp með sína taktík hér á landi.