Örvitinn

Civ 4

Sé á erlendum leikjasíðum að Civilization 4 er kominn út og fær gríðarlega góða dóma [gamespot, ign]. Hann virðist ekki kominn í búðir hér og starfsfólk Skífunnar og BT sem ég ræddi við í síma áðan vissi ekkert um málið, það heyrðist langar leiðir að þau þekktu ekkert til tölvuleikja og því enginn tilgangur í að spyrja þau nánar þegar þau höfðu flett upp í tölvunni og séð að leikurinn er ekki til.

Ég ætla að kaupa þennan leik við fyrsta tækifæri en veit einhvern hvenær hann kemur í búðir hér á landi?

tölvuleikir
Athugasemdir

Gummi Jóh - 27/10/05 16:17 #

Hringja í Senu sem á Skífuna og BT og tala við þann sem sér um að kaupa þetta inn.

Ég í nördaskap mínum hef gert það og það virkaði, man bara ekki fyrir mitt litla líf hvað gaurinn hét. Minnir samt að það sé gaurinn úr GametV

Matti - 27/10/05 16:28 #

Ólafur Þór Jóelsson, ég kannast við hann frá því í Garðabænum í gamla daga.

Kristján - 27/10/05 16:58 #

Er ekki hægt að kaupa svona leiki á netinu?

Matti - 27/10/05 17:02 #

Jújú, ég var bara að vonast til að hann væri kominn í búðir hér á landi fljótlega, tekur alltaf nokkra daga að berast til landsins.

Ég hefði t.d. orðið afar glaður ef ég gæti tekið leikinn með í bústaðinn um helgina :-)

Eggert - 02/11/05 14:14 #

Hann á að koma í búðir á föstudag skilst mér. Hmm. Er innkaupastjóri Senu á tölvuleikjum jafnframt þáttastjórnandi GameTV?
Kemur mér reyndar ekki á óvart, hafandi horft á GameTV.