Örvitinn

Úfinn og órakaður

Matthías Ásgeirsson, skeggjaður og úfinn Suma daga vakna ég klukkan hálf sjö, aðra daga skríð ég á fætur rétt rúmlega níu. Gengur illa að fara snemma í bælið þessa dagana. Kannski ætti ég að rembast við að vakna alltaf snemma, jafnvel þá daga þegar ég fer ekki í ræktina.

Ég hef ekki rakað mig í einhverja daga. Gallinn við það að raka sig ekki er að þá fær maður bólur og kýli undir skeggið. Þegar svo er komið nennir maður enn síður að raka sig. Ég raka mig fyrir helgina.

Á Vantrú er ýmislegt að gerast. Prófessorinn sem ég kallaði lygara er hugsanlega ekki lygari heldur ... tja, vitlaus* ! A.m.k. mistúlkar hann ítrekað eigin könnun, jafnvel þegar hann svarar og hótar að klaga fólk til rektors (hann stóð við þá hótun). Þetta mál er að mínu mati magnað og því er ekki lokið.

Furðulegt að Þjóðkirkjan sjái ekki enn ástæðu til að leiðrétta þennan "misskilning" sem varð vegna villandi kynningar þeirra. Ætli þeir væru ekki búnir að leiðrétta ef "misskilningurinn" hentaði málstað þeirra ekki svona vel? Ég spái því að biskup eigi eftir að vitna í þessar fölsku tölur og láta eins og þær lýsi trúarvitund þjóðarinnar áður en árið er liðið.

*Já, ég veit að hann er með tvær doktorsgráður en ég ekki neina, en fjarnakornið, það er ótrúlegt að maðurinn skuli ítrekað mistúlka grundvallaratriði í könnun sem hann stendur sjálfur að.

dagbók
Athugasemdir

frelsarinn - 09/11/05 14:39 #

Þú lítur út eins og prófessor með tvær doktorsgráður á myndinni.

Tryggvi R. Jónsson - 09/11/05 15:38 #

Svo ég vitni i mér frægari einstakling: "Það þarf enga greind til að verða doktor..."

Matti - 10/11/05 16:26 #

Nei, kannski ekki. En ég ætla samt að halda fast í þá hugmynd að flestir doktorar séu yfir meðallagi í greind :-)