Örvitinn

Litlir kassar

Held það hafi verið fyrir svona mánuði sem ég sá byrjun á sjónvarpsþætti á Sirkus og komst að því að kassalagið er ekki íslenskt. Sömdu menn engin lög hérna í gamla daga, er þetta allt saman blekking ?

Litlir kassar á lækjarbakka,
litlir kassar úr dinga linga ling.
Litlir kassar, litlir kassar,
litlir kassar allir eins.
Einn er rauður, annar gulur , þriðji fjólublár og fjórði röndóttur.
Allir búnir til úr dinga linga
enda eru þeir allir eins.

Ýmislegt
Athugasemdir

ÁJ - 10/11/05 22:18 #

Litlir kassar var þýðing á gömlu baráttulagi Pete Seegers sem sló í gegn ca. 1960-62; ekki veit ég hvaða kona syngur það í Weeds en það er soldið gaman af henni.

Matti - 10/11/05 23:05 #

Já, þessi útgáfa í Weeds er skemmtileg. Ég kláraði að hlusta á lagið áður en ég skipti yfir á aðra stöð í kvöld - nennti ekki að horfa á þáttinn :-)

Þegar ég var á Ítalíu í fyrra heyrði ég barnalag sem ég hafði alltaf haldi að væri íslenskt, hrökk í kút við að heyra það sungið á ítölsku :-) Held þetta hafi verið lagið "segðu okkur eitthvað skrítið og syngdu eitthvert lag" ... en ég gæti verið að rugla.