Örvitinn

Heilun

Fyrir mér er enginn munur á DNA heilun og venjulegri heilun. Þetta er allt sama kjaftæðið.

En það er þakkarvert að Kastljósið skyldi fjalla um DNA heilun á gagnrýninn máta. Vonandi er þetta forsmekkurinn af því sem koma skal. Hingað til hafa skottulæknar fengið að tjá sig óáreittir í íslenskum fjölmiðlum. Hver veit, kannski verður blómadropaliðið tekið fyrir næst og smáskammtaliðið þar á eftir. Svosem af nógu að taka í þessum efnum, fullt af fólki hér á landi sem starfar við það að svíkja fé af fjársjúku fólki.

efahyggja
Athugasemdir

Særún María - 11/11/05 13:08 #

Láttu ekki svona, þetta er ekki svona hátíðlegt ;)

Erna - 11/11/05 13:08 #

Ha? Hvað meinaru? DNA heilun hlýtur bara að vera byggð á sameindalíffræðilegum sönnunum. ;)

En svona í alvöru talað, ég veit ekki hvort ég á að treysta mér til að horfa á þetta Kastljós. Hverjum datt þessi vitleysa í hug?

Matti - 11/11/05 13:12 #

lol, mér fannst það einmitt frábært þegar hún sagði "Þetta er ekki svona flókið og þetta er ekki svona hátíðlegt" :-) En stofnfrumutilvitnunin sem Særún vitnar í á sinni síðu var líka stórkostleg, "Ég tala við mína stofnfrumu", sérstaklega þegar læknirinn spurði hana hvaða stofnfrumu hún talaði þá við :-)

Erna, þetta er pínlega fyndið, maður veit ekki hvort maður á að hlægja eða gráta :-)

En þetta var ekki bara fyndið, hún fór yfir strikið þegar hún fullyrti að við hefðum enga þörf fyrir lyf og læknavísindi !

Már - 11/11/05 20:08 #

Ha? DNA heildun? Hvað er það?

(alltaf gaman að vera hálflesblindur :-)

Hjalti - 11/11/05 20:38 #

"Fyrir mér er enginn munur á DNA heilun og venjulegri heilun."

Iss, það er ekkert. Ég sé engan mun á DNA heilun og bæn :p

Erna - 12/11/05 23:16 #

Ó, mæ, god, Mig langaði mest að skríða undir stólinn minn við að horfa á þessi ósköp! Mest vegna þess að grey konan virtist trúa þessu kjaftæði sjálf. Bjánahrollur aldarinnar...