Örvitinn

Fiktað í Lab ham í Photoshop

Menn hafa verið að ræða tölvuvert um að vinna myndir í Lab ham í Photoshop á foruminu á dpreview. Ég var að fikta aðeins í gærkvöldi og finnst þetta koma vel út í sumum tilvikum.

Setti smá dæmi á sér síðu. Setjið bendilinn yfir myndina til að sjá hana eftir Lab breytingu. Litirnir koma mjög skemmtilega fram að mínu mati, græni liturinn í grasinu og blái í sjónum lifna við. Spurning hvort þetta séu of ýktir litir!

Aðferðin byggist á því að skella myndinni í Lab og setja svo smá S kúrfur á a og b rásirnar, fínstilla svo með layer opacity. Þessar Lab pælingar virðast samt vera ansi djúpar og það er til bók sem fjallar ekki um neitt annað og menn hæla henni rosalega á þessu forumi. Langar í þessa bók. Hér er ágæt umfjöllun um lab vinnslu.

myndir
Athugasemdir

Gummi Jóh - 11/11/05 23:52 #

Þetta er alveg fáránlegur munur. Í raun breytist myndin úr "flott skot" í "vá hvað þetta er flott mynd", meira að segja einhvern daginn gæti manni dottið í hug að hafa hana sem wallpaper því hún er svona WindowsXp leg :)

geimVEIRA - 12/11/05 00:51 #

Æi... lífið er stundum alltof grátt... hvernig setur maður svona s-kúrfu á a og b rásir í heilanum á sér?

Matti - 12/11/05 11:16 #

Er ekki tilvalin aðferð til lýsa upp grámyglu skammdegisins að skella sér til Boston eftir áramót ;-) Held það sé líka fín aðferð að taka saman pakka handa börnum í fjarlægum löndum, sérstaklega þegar það starf er ekki á kristilegum forsendum :-) SOS byggir þorp og ræður konur í vinnu við að vera mæður barnanna, trúaruppeldi fer fram á forsendum mæðranna og samfélagsins á hverjum stað. Semsagt, bara hið besta mál.

Svo er fínt ráð að hitta gott fólk og gera eitthvað skemmtilegt :-)

geimVEIRA - 12/11/05 20:39 #

Iss já.. æi, maður á ekki að vera að væla, sé nú þegar fyrir horn eftir lasik aðgerðina, frekja að vilja fá meiri liti í lífið líka.

Annars er gráatintið í RayBan sólgleraugunum einmitt svona litaukandi, kannski maður taki divupakkann á þetta og fari bara að ganga með sólgleraugu... já og túrban... í pels....

Shit ég hef ekkert efni á að fara í skóla, ég þarf að kaupa drasl!