Örvitinn

Sjónvarpsdagskráin í kvöld

Þar sem ég sit í sófanum í sjónvarpsstofunni, uppgefinn eftir langan dag, og fletti milli sjónvarpsstöðva, velti ég því fyrir mér í nokkurri alvöru.

Getur verið, er það mögulegt, gæti hugsast... að dagskrárstjórar sjónvarpsstöðvanna séu snargeðbilaðir allir sem einn?

Ég veit það ekki.

En skúbí fucking dú klukkan hálf ellefu á laugardagskvöldi er ekki vitnusburður um merkilegt andlegt heilbrigði þess sem þá ákvörðun tók.

sjónvarp
Athugasemdir

geimVEIRA - 12/11/05 23:03 #

Og svo virðist maður svo oft missa af góðum myndum sem maður hefur ekki séð þegar maður er að heiman.

Erna - 12/11/05 23:20 #

Drífa sig út á vídjóleigu! (Kannski þetta sé samsæri... bestu vinir dagskrárstjóranna reka sennilega vídjóleigur...)

Matti - 12/11/05 23:22 #

Fín kenning :-) En ég hef fullkominn mótleik og er að horfa á Bullshitt með Penn og Teller í staðin, er með fyrstu þrjár seríurnar í tölvunni.

geimVEIRA - 12/11/05 23:30 #

Held að þið bæði hittið naglann á höfuðið.... hver á ekki 365°N &niður nema Og Voðafóns-fólkið. Svo þeir græða tvöfalt. Fá áskriftargjöldin fyrir lélegu dagskrána - en um leið skapa eftirspurn eftir bandvídd fyrir þáttasteliþjófa.

Best að kíkja á Arrested Development :)

Gummi Jóh - 13/11/05 13:50 #

talandi um arrested development.

FOx voru að cancela þeim AFTUR og það núna endanlega segja menn. Þannig að eftir 13 þætti af seríunni sem er núna er þetta bara búið.

Skil ekki svona.

AndriÞ - 13/11/05 16:20 #

Við hverju býstu frá fávitunum sem canceluðu Family Guy og Futurama?

Jón Magnús - 13/11/05 23:51 #

Það er mjög skiljalegt að FOX cancel-i þætti eins og Futurama og Family Guy þegar maður veit hverjir eru á bak við hana - HALLELÚJA!

Gummi Jóh - 14/11/05 09:07 #

Fávitarnir sem að canceluðu Family Guy eru nú búnir að setja hann aftur á dagskrá og serían sem er núna er sú besta frá upphafi að mínu mati.