Örvitinn

Ammli

Jamm, í dag þarf að bæta við bita í binary kóðann svo hægt sé að skrá niður aldur minn, orðinn þrjátíu og tveggja. Ég stefni ótrauður á einn bita í viðbót.

Ég og Inga María erum heima að borða morgumat, skutluðum Kollu í leikskólann rétt fyrir níu. Erum að fara til húðsjúkdómalæknis klukkan tíu til að stúdera exemið okkar. Pantaði tíma fyrir næstum tveimur mánuðum.

Ég mæti semsagt í vinnuna um ellefu, gleymdi að senda póst og tilkynna það, en einhverjir kollegar lesa það hér.

Það verður ekki veisla í tilefni dagsins. Ég stefni á að glápa á Liverpool leikinn í kvöld, horfi á hann heima ef Sýn verður enn órugluð eða á Players ef þeir rugla í tilefni dagsins.

Við þetta má bæta að ég var sofnaður fyrir miðnætti, síðasta færsla var gerð fram í tímann.

dagbók
Athugasemdir

Sirrý - 23/11/05 12:09 #

Innilega til hamingju með daginn. Njóttu hans vel.

Erna - 23/11/05 14:22 #

Til hamingju!

Davíð - 23/11/05 15:11 #

Til hamingju gamli selur.

Matti - 23/11/05 15:23 #

Takk, takk og takk :-)